Ameríka - dagur 4
-Við Auja skutluðum Birni á leikskólann og fórum svo í margra klukkutíma göngutúr. Gengum yfir sjálfa Mississippi. Sáum tré með ótal skópörum hangandi á. Skoðuðum ótrúlega falleg hús. Gengum um háskólahverfið og furðuðum okkur á fjölda bræðalagshúsa. Langaði inn og sjá hvort þetta væri eins og í bíómyndunum. Hrokafulli gaurinn með aðalskvísunni og vinur hans sem kremur bjórdósir á hausnum á sér. Fengum okkur smoothie. Fylgdumst með stöðumælaverði, ljóshærðri miðaldra konu, sekta bíla og hringja á togbíl sem kom med det samme og ferjaði í burtu ólöglega bíla. Sáum afkastamiklu gelluna síðar í fleiri götum. Ef hún fær borgað eftir fjölda sekta þá er hún rík kona.
-Hjónin skutluðu mér í Rosedale verslunamiðstöðina undir kvöld. Þar skildu þau mig eftir óvaktaða í þrjá klukkutíma. Ég og Visa kortið. Lét orð hagsýnu frúarinnar sem vind um eyru þjóta. Byrjaði þó í GAP og gerði góð kaup þar. Færði mig fljótlega upp á skaftið og ögn (hmm..) dýrari búðir voru heimsóttar. Fann búð sem ég heyrði fyrst af um daginn, BEBE, og missti mig lítillega. Stoppaði mig þó af áður en ég verslaði gráa pelsinn, sem var SJÚKLEGUR!!, en verðið á honum var u.þ.b. 50% af mánaðarlaununum mínum. Það fer þó í nefnd, enda gott að eiga góða yfirhöfn á Íslandi. Visa-rað er jú alltaf möguleiki. Nei. Jú. Nei. Kannski.
-Hjónin eiga tæknilegan heimasíma. Það telst til tíðinda að hann hringi (þau eru jú nýflutt), en vissulega er hann fallegt stofustáss. Í kvöld brá okkur í brún, síminn hringdi. Uppi varð fótur og fit og allir kíktu á gemsana sína. Nei ekki var það gemsi. Augu allra beindust að heimasímanum og viti menn, hann blikkaði. Frúin stökk til og svaraði. Varð heldur vonsvikin á svip og sagði "já Hulda er hér". Símtalið var til mín! Með undrun, spenningi og ögn af hjartsláttaróreglu svaraði ég. Gleðin varð ekki minni þegar ég heyrði hver var á hinni línunni; Ásdís. Hringja frá Boston til Minneapolis. Það finnst mér töff. Amerika í Ameríku. Jibbí! Vonandi hringir Ásdís í mig sem oftast. Ásdís er skemmtileg.
Þangað til næst.
-Hjónin skutluðu mér í Rosedale verslunamiðstöðina undir kvöld. Þar skildu þau mig eftir óvaktaða í þrjá klukkutíma. Ég og Visa kortið. Lét orð hagsýnu frúarinnar sem vind um eyru þjóta. Byrjaði þó í GAP og gerði góð kaup þar. Færði mig fljótlega upp á skaftið og ögn (hmm..) dýrari búðir voru heimsóttar. Fann búð sem ég heyrði fyrst af um daginn, BEBE, og missti mig lítillega. Stoppaði mig þó af áður en ég verslaði gráa pelsinn, sem var SJÚKLEGUR!!, en verðið á honum var u.þ.b. 50% af mánaðarlaununum mínum. Það fer þó í nefnd, enda gott að eiga góða yfirhöfn á Íslandi. Visa-rað er jú alltaf möguleiki. Nei. Jú. Nei. Kannski.
-Hjónin eiga tæknilegan heimasíma. Það telst til tíðinda að hann hringi (þau eru jú nýflutt), en vissulega er hann fallegt stofustáss. Í kvöld brá okkur í brún, síminn hringdi. Uppi varð fótur og fit og allir kíktu á gemsana sína. Nei ekki var það gemsi. Augu allra beindust að heimasímanum og viti menn, hann blikkaði. Frúin stökk til og svaraði. Varð heldur vonsvikin á svip og sagði "já Hulda er hér". Símtalið var til mín! Með undrun, spenningi og ögn af hjartsláttaróreglu svaraði ég. Gleðin varð ekki minni þegar ég heyrði hver var á hinni línunni; Ásdís. Hringja frá Boston til Minneapolis. Það finnst mér töff. Amerika í Ameríku. Jibbí! Vonandi hringir Ásdís í mig sem oftast. Ásdís er skemmtileg.
Þangað til næst.
4 Comments:
það er nokk ljóst að þú fílar þig í USA . hvað verðurðu lengi.??
Hulda þú verður að taka vel eftir þegar þú ferð í búðarleiðangra og segja mér allt um það hvert ég á að fara í nóvember. Hafðu það sem allra best. Koss og knús HJG
Hjördís Jóna Gísladóttir, ertu enn og aftur að fara til útlanda? Hvað er það, 15 skiptið á árinu?
Það ert greinilega vel gift, frú nemi ;)
Hjödda, sendu mér sms með skónúmerunum hjá krökkunum, ég finn ekki miðann.
Þú ert alveg yndisleg. Skemmtilegar færslur frá USA.
kveðja B.
Skrifa ummæli
<< Home