Ameríka - dagur 5
-Í dag er ekki sól, í dag er rigning. Í gær var ekki sól heldur. Það er hið besta mál. Þá getum við Auðbjörg átt quality stund saman. Prjónað, heklað, leyst krossgátur, talað saman. Virkilega talað saman. Það er fallegt. Auja vill samt helst sauma dúkkur, en hún er mjög fær dúkkugerðarkona. Fáir sem vita það. Hún ætlar að kenna mér í dag.
-Ég stend enn vörð um laxinn. Það reynist mér auðvelt að halda frúnni frá honum, enda hefur mér verið tjáð að ég hafi karllæga eiginleika, anatomiska þá. Hjónin hræðast mig er ég hef upp raust mína og ber í borðið. Kannski þarf ég ekki einu sinni að berja í borðið, kannski vekja karllægir eiginleikar mínir einir og sér ótta. Merkilegt, en ef ég væri ekki svona heilsteypt og andleg þá væri laxinn kominn í frysti, eða búinn.
Nóg í bili, þarf að halda áfram við dúkkusaumaskapinn. Sennilegast verða það gjafir til ykkar sem fáið gjafir, handgerðar dúkkur, búnar til af mér. Vei vei gaman.
-Ég stend enn vörð um laxinn. Það reynist mér auðvelt að halda frúnni frá honum, enda hefur mér verið tjáð að ég hafi karllæga eiginleika, anatomiska þá. Hjónin hræðast mig er ég hef upp raust mína og ber í borðið. Kannski þarf ég ekki einu sinni að berja í borðið, kannski vekja karllægir eiginleikar mínir einir og sér ótta. Merkilegt, en ef ég væri ekki svona heilsteypt og andleg þá væri laxinn kominn í frysti, eða búinn.
Nóg í bili, þarf að halda áfram við dúkkusaumaskapinn. Sennilegast verða það gjafir til ykkar sem fáið gjafir, handgerðar dúkkur, búnar til af mér. Vei vei gaman.
5 Comments:
Sjitt tađ er ekki margt sem hraedir mig meira en helvžćčđ andlitslausu dukkurnar sem Auja saumar. En goda skemmtun samt;)
Eignađist tu vini i Poreć Hulda? Tad finnst mer ahugavert tvi eg held ađ Kroatar seu međ mestu ruddum sem eg hef fyrirhitt.
Ég man þegar Auja ætlaði að sauma andlitslausa dúkku nema hvað hún fékk einhvern annann til að gera hana fyrir sig!
Hér er ekki rétt farið með staðreyndir. Frú Auðbjörg saumaði dúkku sjálf, fór meira að segja á námskeið. Mynd að ofan fylgir til sönnunar.
Frú Auðbjörg er saumakona mikil.
Já og Allý, ég er ekki sammála þér með ruddana í Króatíu. Reyndar eru Króatar ekki eins kammó og Bandaríkjamenn en við kynntumst nokkrum næs. Reyndar þurftum við að tipsa ansi mikið en samt, vinir engu að síður.
Jú ég man þegar Auðbjörg ætlaði að sauma dúkkuna... það var í saumó hér á árum áður! Getur ekki verið að ég sé að fara með rangt mál..
Skrifa ummæli
<< Home