mánudagur, ágúst 28, 2006

Ameríka-home alone

Núna er ég ein heima. Skoða ekki FBI síður þegar ég er ein heima. Hjónin banna mér það. Ég hlusta á þau, enda eru þau mjög gömul. Ég er alin þannig upp, maður á að bera virðingu fyrir gömlu fólki. Gamalt fólk er viturt.

Stundum fer maður í ferðalag og áttar sig á því að maður þurfti ekki að fara í ferðalagið. Ég átti að fara í þetta ferðalag.
Stundum fer maður í ferðalag sem er ekki frí. Þetta ferðalag er frí. Slökun.
Það verður ný kona sem lendir á Íslandi í næstu viku. Ný og betri kona. Ný og betri kona sem hlakkar til að takast á við ný og spennandi verkefni.

Ég hef ekki enn farið í Mall of America. Ég hef heldur ekki farið í bíó. Mig langar í Mall of America og í bíó.
Vonandi vill einhver fara með mér í m.o.a. og bíó.
Það væri mjög fallegt.

2 Comments:

Blogger bullogsteypa said...

Þú bara verður að fara í moa og gefa rækilega og óandlega skýrslu þegar þú kemur heim. Lýsa öllum þeim tilfinningum sem um þig fara og gefa ekkert eftir. Þetta er skipun. Skítt með öll bíó - þau eru alls staðar!

ágúst 28, 2006  
Blogger huldan said...

Ég mun fara í moa, þó ég þurfi að húkka mér far þangað, já eða ganga. Í moa skal ég fara..

ágúst 28, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home