sunnudagur, ágúst 06, 2006

Frí

Það góða við það að vinna eins og brjálæðingur er að fyrir rest kemur frí.
Endalaust þakklæti fyrir þetta frí, þó það sé ekki nema í tvo daga, eins og núna, í mínu tilviki. Ég bauð fólki góða helgi þegar ég yfirgaf vinnustað minn áðan. Það skildu það samt allir. Starfsmaður er illa áttaður á stund sökum brenglaðs vinnutíma.
Ætla að verja fríinu mínu í hvíld og eitthvað skemmtilegt. T.d. á morgun er ég að fara að sörfa. Nei ekki á netinu. Í sjó. Alvöru. Eins og í Point break, sem var by the way uppáhalds myndin mín í einn mánuð þegar ég var unglingur. Fór á hana ca fimm sinnum í bíó, eða alveg þangað til þeir byrjuðu að sýna Bodyguard. Keanu Reeves verður samt ekki með í för. Hann afþakkaði boðið. Enda enn fúll yfir neikvæðum skrifum mínum, að hans mati, um hann hér á blogginu. Ég fer því með Aðalheiði. Við ætlum að leita uppi gott brim. Fara svo í brimgallann og taka brimbrettið út að sjó. Þá tökum við brimbrettið og syndum með það undir hægri handlegg. Alveg eins og Keanu gerir. Nei bíddu, það er ekki svoleiðis, við höldum á brimbrettinu undir hægri handlegg að sjónum. Svo leggjumst við á það og syndum skriðsund (með höndunum) ofan á brimbrettinu langt út á haf. Svo stöndum við upp, á brimbrettinu og í brimgallanum, og sörfum að landi. Að sjálfsögðu með báðar hendur úti til að halda jafnvægi. Svo kemur geðveikt stór alda og við náum samt að halda jafnvægi og gefum hvor annarri high-five ofan á öldunni. Svo björgum við öðru brimbrettafólki úr háska. Svo kemur allt brimbrettafólkið saman í sólinni, allir mjög brúnir og með hálsmen. Svo kveikjum við varðeld um kvöldið (ég þekki sko nokkrar löggur, fæ undanþágu, má kveikja eld á opnu svæði). Keyrum svo heim eftir góðan dag á jeppanum okkar sem er topplaus og örlítið gamall og ryðgaður, með brimbrettin í skottinu.

Einmitt. Þannig er það allavega í Point break. Ég hinsvegar hef aldrei á ævinni stigið á brimbretti. Kom mér í þessa vitleysu sjálf, sem framundan er.

Aðalheiður: "Hey Hulda, ertu ekki í fríi á mánudag, viltu gera eitthvað?".
Hulda: "Já svo sannarlega, til er ég".
Aðalheiður: "Eigum við að sörfa?".
Hulda: "Ehhh, sörfa á netinu þá? Saman? Er það ekki svolítið hæpið?".
Aðalheiður: "Nei(hlær dátt) finna góðar öldur maður".
Hulda: "Ehhh..ha..ehhh".
Aðalheiður: "Já það er gaman, ég redda þér galla og bretti, gerum þetta".
Hulda: "Uhh.. tja .. uhh.. ég þarf aðeins að spá í..".
Aðalheiður: "Svalt, ég sæki þig þá kl.12. Bæ bæ".

Góðan daginn góðir hálsar. Á morgun fer ég, Hulda Gísladóttir, í fyrsta sinn á brimbretti. Guð sé oss nærri.

4 Comments:

Blogger BB said...

Point Break RÆÐUR!!!!
Vænti þess að þú hafir þá tekið eftir þeim Anthony Kiedis og Flea úr Red Hot Chili Peppers í skemmtilegum gestahlutverkum í myndinni.

"That would be a waste of time - we´re just gonna fuck you up," -Kiedis.

Ég á margar uppáhalds línur úr þessari mynd, en sú besta er líklega línan hans Reeves; "Sir, I take the skin off chicken"

Stórkostleg kvikmynd, þarf að tékka á henni aftur.

ágúst 09, 2006  
Blogger huldan said...

Haha.. ég hef sennilega ekki séð hana eins oft og þú, því ég man bara ekkert eftir þessum setningum.
Ég fór reyndar ekki að sörfa eftir allt, verð að láta mér myndina nægja..

ágúst 09, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Looking for information and found it at this great site... santa clarita dog crap Geile lesbo films london craps High potency vitamins Eureka 60285 6 replacement hepa filter Compare levitra vs viagra american betting casino craps tip Tanya sarne skin care products

febrúar 07, 2007  
Anonymous Nafnlaus said...

Very nice site! » »

apríl 26, 2007  

Skrifa ummæli

<< Home