fimmtudagur, ágúst 10, 2006

Sitt lítið af hverju..

Sitt lítið af hverju..

Fóstbræður, tær snilld. Búin að grenja úr hlátri hérna yfir þessum myndböndum. Ákvað samt að pósta ekki myndbandinu sem var sérmerkt mér, það verður að haldast sem persónulegur djókur milli tveggja vina ;)

Kort-fjölskyldan er komin með blogg. Skemmtilegt. Frúin leynir á sér, í henni blundar greinilega þrælskemmtilegur penni sem fær nú að láta ljós sitt skína. Hún talar líka um mig, það þykir mér fallegt. Ég er þó undir nafninu "single girl", sem er auðvitað réttnefni.
Núna er ég farin að skoða búðir á netinu og bíð spennt eftir brottför. Þetta nálgast, ein og hálf vika. Eins þykir mér þessi garður sem er rétt við bústað hjónanna hljóma sérlega áhugaverður. Leik- og sólbaðssvæði. Mikið sólarleysi sem þarf að vinna upp, uss.
Ég fékk nasaþef af Ameríkudvölinni í fyrradag. Skellti mér í sund í Keflavík þar sem annar hver maður talaði amerísku og var með sítt að aftan. Kannski verður Auja komin með sítt að aftan þegar hún tekur á móti mér á vellinum í nýja ameríska bílnum?! Ég mun samt taka henni vel og alveg hanga með henni, enda er hún fín stelpa.
Annars ætlum við að heimsækja Aveda verksmiðjuna hið fyrsta, en þar er m.a. hægt að fara í spa og nudd á spottprís. Tilhlökkun.
Ég fylgist ég spennt með Rockstar. Eini sjónvarpsefnið sem ég horfi á þessa dagana. Frammistaða Magna í þessari viku var rosaleg. Að sjá konuna hans og soninn á áhorfendabekknum var táravert. Þegar Lee-inn spurði hann hvernig það væri að hafa fjölskylduna hjá sér.. og svipurinn á Magna, uss ég get varla skrifað það án þess að vökna um augun. Magni er þrususöngvari. Kominn tími á að segja skilið við sveitaballatónlistina og fara í rokkið. Ég fékk gæsahúð. Enda sérstakur Live aðdáandi. Ef Magni á ekki að vinna þetta þá óska ég húðflúruðu gellunni að vinna. Ok þær eru reyndar allar húðflúraðar, en þessi með Bonnie Tyler röddina, Dilana held ég hún heiti. Hún virkar alveg svakalega geðþekk. Gaman að fylgjast með henni hvetja hina keppendurna og styðja við bakið á þeim. Hún er auðmjúk, það er fágætur eiginleiki, auk þess að vera með frábæra rödd að mínu mati.
Kannski fæ ég mitt tækifæri í Ameríkunni. Ég er alin upp við bandarískar bíómyndir og fór fyrst til þangað út þegar ég var 8 ára. Foreldrar mínir vissu ekki hvað þau áttu að gera við mig, en ég var syngjandi daginn út og inn. Sérstaklega á almannafæri og þá lög úr Annie. Ég átti mér nefnilega þann draum heitastan að verða uppgötvuð. En upp úr 10 ára aldri hætti ég að syngja á almannafæri. Aðallega heima við og ein með sjálfri mér. Þó eftir að ég fékk bílpróf hefur bíllinn verið aðal vettvangurinn, þar fá sönghæfileikar mínir að skína. Málið er nefnilega að lækka vel í græjunum, þannig að rétt heyrist í undirspilinu, og syngja eins og maður eigi lífið að leysa, leyfa eigin röddu að njóta sín. Helst að gera þetta á fáförnum vegi. Pikka út lög sem henta röddinni og æfa sig. Vera undirbúin þegar stóra tækifærið kemur. Nei djók, glætan, þetta er ýkt hallærislegt og ég er geðveikt svöl týpa.
Ég er það sko, í alvöru, svöl sko.

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þetta er fyndið myndbrot. Þau eru algjörir nördar. Það var gaman að sjá þig áðan Hulda mín. Það fyllti mig gleði því þú ert svo skemmtileg. Ég er farin að hlakka til að flytja aftur í stórborgina og geta vonandi eytt meiri tíma með þér.
Ég er sammála þér með Magna hann er þrusu söngvari og á ekki heima lengur í ÁMS. Ingó er sko frábær staðgengill fyrir hann og næstum betri í ÁMS en Magni beibí ;)
þetta var væmna kommentið.is en samt sætt ;)

ágúst 10, 2006  
Blogger huldan said...

Takk Dísa skvísa. Þú ert líka skemmtileg, við erum báðar skemmtilegar. Ótrúlegt að tvær svona skemmtilegar stelpur hafi unnið á sama stað.

Er Ingó í ÁMS, það vissi ég ekki. En ég vissi svo sem ekki að Magni hefði verið í ÁMS, þannig að það er ekki að marka mig. Við eigum samt heima í SLG2, þar getum við sungið ;)

ágúst 10, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Já Annie...the sun will come out tomorrow.
Bætum fóstbræðrum og Annie inn á videókvöldin okkar ...æ já þau er ekki til...höldum endilega áfram samt að plana þau!

ágúst 11, 2006  
Blogger huldan said...

"I love you I love you I love you tomorrow, tomorrow stay away".. svona söng ég þetta alltaf, en ég er auðvitað með brenglaða textavitund.
Heyrðu videókvöldin já, ætluðum að byrja á "Livet er herligt", la vita belle.. komdu ekki örugglega með hana heim frá Danmörku? Já Annie líka og Fóstbræður, -serían eins og hún leggur sig ;)

ágúst 12, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Where did you find it? Interesting read »

mars 02, 2007  

Skrifa ummæli

<< Home