Sólarpressa
Sólin, sjaldséður gestur okkar Íslendinga, lét svo sannarlega sjá sig í gær og í dag. Í gær varð ég að láta mér nægja að dást að henni í gegnum gluggann. Sat inni og pikkaði og svitnaði. Um kvöldmatarleytið í gær sagði Siggi stormur mér að sólin myndi láta sjá sig aftur í dag en eftir það gæti orðið langt í hana. Þá voru góð ráð dýr. Planið fór í gang. Sólina skyldi ég nýta og njóta. Næturvakt framundan og kvöldvakt, á seinni sólardeginum í sumar. Eftir næturvaktina skreið ég því upp í rúm. Sofnaði þó ekki fyrr en ég hafði stillt klukkuna á 12, já og flissað eins og simpansi á msn. Með erfiðismunum vaknaði ég á hádegi og skreið út á svalir. Mér til leiðinda áttaði ég mig á því að svalahandriðið er full hátt fyrir liggjandi sólbað. Eftir miklar bollaleggingar við sjálfa mig og endurröðun á svalahúsgögnum náði ég að leggjast alveg upp við húsvegginn, sem ég bólstraði með teppi. Þó skyggði handriðið ögn á hægri handlegg en ég lét mér það í léttu rúmi liggja. Ég kom mér fagmannlega fyrir, liggjandi flöt með hökuna vel upp í loft. Varfærnislega (til að eyðileggja ekki húsabólstrunina sem ég hafði eytt miklum tíma í) stillti ég klukkuna á 14:45. Sem gaf mér góða tvo tíma í að láta næturvaktarþreytuna líða úr mér og ná sturtu fyrir næstu vakt. Með det samme sofnaði ég. Vaknaði í sömu fagmannlegu stellingunni, þó með nettan höfuðverk. Hafði ekki tíma til að dást að brúnkunni strax vegna tímaskorts. En var nokkuð ánægð með sjálfa mig fyrir góða nýtingu sólar þrátt fyrir slæm skilyrði og lítinn tíma. Það var ekki fyrr en nokkrum tímum síðar, í vinnunni, að ég tók eftir því að mig sveið við það eitt að brosa. Þar sem ég er brosmild stelpa þá tók þetta verulega í. Í kjölfarið fór að bera á erfiðleikum við að hlæja og eins fannst mér fötin þrengja verulega að. Mér til happs gat ég þó notað hægri handlegg án erfiðleika. Fólk annað hvort kjáði framan í mig eða leit á mig með meðaumkun. "Æ varstu í sólbaði greyið". Ég veit að það er bara öfundsjúkt.
Mér finnst ég svaka sæt svona rauðleit. Ef ég gæti brosað núna án sviða þá myndi ég brosa fallega með sjálfri mér. Rauðu augnlokin gera að verkum að ég er með eins og bleikan augnskugga. Hann harmonerar fínt við augun mín. Rauða nefið má auðveldlega púðra yfir og rauðu kinnarnar eru bara krúttlegar. Fáklædd að framan er ég sem danski fáninn. Sem minnir mig á dönsku systur mína og það finnst mér fallegt. Fáklædd að aftan er ég sem friðarfáni. Það er líka bara fallegt. Enda eru Danir friðarsinnar. Núna sit ég uppi í rúmi vel geluð aloe-vera. Finnst ég alveg svakalega sæt. Skemmtileg tilbreyting frá hvítu Huldu. Þarf reyndar að sofa á bakinu. En það er líka skemmtileg tilbreyting, voða leiðinlegur ávani hjá mér að sofna alltaf á maganum. Ég er ekta Íslendingur. Þegar sjaldséða gesti ber að dyrum þá tekur maður vel á móti þeim. Ég myndi gera þetta allt aftur. Reyndar myndi ég nota smá sólarvörn næst. En ég verð örugglega búin að gleyma því næst þegar sólin vinkona mín kíkir við. Enda Íslendingur.
Mér finnst ég svaka sæt svona rauðleit. Ef ég gæti brosað núna án sviða þá myndi ég brosa fallega með sjálfri mér. Rauðu augnlokin gera að verkum að ég er með eins og bleikan augnskugga. Hann harmonerar fínt við augun mín. Rauða nefið má auðveldlega púðra yfir og rauðu kinnarnar eru bara krúttlegar. Fáklædd að framan er ég sem danski fáninn. Sem minnir mig á dönsku systur mína og það finnst mér fallegt. Fáklædd að aftan er ég sem friðarfáni. Það er líka bara fallegt. Enda eru Danir friðarsinnar. Núna sit ég uppi í rúmi vel geluð aloe-vera. Finnst ég alveg svakalega sæt. Skemmtileg tilbreyting frá hvítu Huldu. Þarf reyndar að sofa á bakinu. En það er líka skemmtileg tilbreyting, voða leiðinlegur ávani hjá mér að sofna alltaf á maganum. Ég er ekta Íslendingur. Þegar sjaldséða gesti ber að dyrum þá tekur maður vel á móti þeim. Ég myndi gera þetta allt aftur. Reyndar myndi ég nota smá sólarvörn næst. En ég verð örugglega búin að gleyma því næst þegar sólin vinkona mín kíkir við. Enda Íslendingur.
4 Comments:
já, sæta, það er vinna að vera fallegur, þetta hef ég verið að reyna að kenna þér.... og ekki sniðið að öllum. En sem svarinn feministi ætti þér nú ekki að leiðast rauði liturinn (mátulegt á þig).
Annars hvet ég þig nú ekki til að halda þessari brennslu til streitu, þar sem hitinn í minneapolis gæti valdið þér ónotum :)
Ég sem hélt að fegurð þín væri au natural, ósvikin gjöf frá skaparanum..
Annars er ég alveg kona í smá hita, það er talsvert heitt í mér blóðið og blóðheitt fólk þrífst vel við, uhh, já, heitar aðstæður ;)
jæja sæta kasta hér á þig kveðju frá veiku konunni í vesturbænum, fer ekki að styttast í að þú farir út skvís ? verðum að hittast áður ...knús mús
Ég var að reyna að ná í þig í dag skvís, reyni aftur í kvöld.. ;)
Skrifa ummæli
<< Home