sunnudagur, ágúst 13, 2006

Sunnudagsrúntur unglings

Ég er svo flippuð. Vá. Flippaða konan ég. Vaknaði í dag upp úr hádegi. Já það er sannarlega met af minni hálfu. En ef leiðtoginn í Ameríku (nei ekki Bush, meira frú eBay) hefði ekki haldið mér uppi á snakki hálfa nóttina hefði ég eflaust vaknað fyrr.
Sá glitta í sól. Hvað gerir kona þá? Sundferð að sjálfsögðu. Í Kópavogslaug skyldi haldið. Æi kommon, sunnudagur. Of plain að fara í Kópavogslaug, það er e-ð svo common. (ath. ensk orð sem fylgja eru hluti af undirbúningi mínum fyrir USA dvöl, sýnið biðlund) Spontant-eðli mitt sagði til sín og ég ákvað að skella mér á Selfoss. Púlla góðu sundferð gærdagsins á þetta aftur og kíkja í cabin til ma og pa. (muna enskur undirbúningur) Brunaði sem leið lá yfir Hellisheiði, beint inn í þokuna, og svo niður kambana í sólarglætuna aftur. Well well, var þá ekki settið (foreldrasettið þá) á leið í bæinn! OMG, hrikalega mikið e-ð verið að skilja örverpið eftir, og það á Selfossi! Þar eru bílar sem hræða mig. Keyra geðveikt hægt og eru með svona dót á stuðaranum. Svona eins og Herbie þegar hann varð vondur. (ég fór reyndar í MGM studio þegar ég var 10 ára og veit því hvernig Herbie brellurnar eru gerðar, en ég læt það ekki uppi hér, sorry ef ég hef skemmt fyrir e-m) Ég kíkti því til veðurs eins og Siggi stormur og sá að sennilega væri meiri sól á Hvolsvelli. Frjáls eins og fuglinn brunaði ég því þangað. Ég sá sólina en um leið og ég keyrði inn í bæinn þá fór að rigna. Næsta plan. Sól á Hellu, já alveg bókað sól á Hellu, ég sá það. Ég er nefnilega með mjög góðan skynjara. Brunaði á Hellu. Sund á Hellu, hvað er meira flippað en það á sunnudegi?! Sólarleysi á Hellu. (hey ég gleymi að tala ensku) No sun in Hella. So I thought to myself, "hey it´s the journey, not the destination". (ok nenni ekki að tala meiri ensku í bili) Skógar, Skógar er málið, þar er sundlaug (samkvæmt símaskrá) og ÞAR er bókað sól. Jæja, ekki reyndist sól á Skógum. En það hitti mig þegar ég sá staðinn. Þetta var destination-ið. Leiðin átti að liggja þangað. Sundfötin urðu að vísu að vera óhreyfð í töskunni þar sem búið var að líma yfir sundmerkið með svörtu límbandi. En það skipti bara engu máli. Skógarfoss. Þvílík fegurð. Ég gekk upp brattan langan reglulegan bootcamp stiga meðfram fossinum. Stóð þar uppi og leit niður á fossinn, og yfir landsvæðið. Drangana, Dyrhólaey, dásemdina. Fallegt.
Svona getur lítil áætluð sundferð, með dash af spontanity, leitt að mikilli fegurð. Ekki var journey-ið síðra.

14 Comments:

Blogger bullogsteypa said...

Þú hefur ekki rekist á smörbubbann þarna uppí sveit??

ágúst 13, 2006  
Blogger huldan said...

Kannski? Ég veit ekki? Gæti verið? Og þó?

Hver er eiginlega þessi smjörbubbi títtnefndi?

...OOOOg í þessum skrifuðu orðum var sem bómullinn væri tekinn úr eyrunum. SMJÖRBUBBI!! Ég veit sko alveg hver smjörbubbi er og nei, smjörbubbinn varð ekki á vegi mínum..

ágúst 13, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

En beautiful :)
Þetta ætla ég að gera næstu helgi.. bara allt liðið út í bíl og keyra að Skógarfossi með nokkrum "gjafa" stoppum :D
Er nefnilega bara búin að fara einn "útilegurúnt" í sumar og það er ekki happening fyrir svona konu eins og mig sem elskar lyktina að grasinu og úðan af fossinum og bara PLAIN NÁTTÚRULYKT!! (ensk orð sett inn í til að undirbúa þið fyrir utanlandsferðina því í útlandinu tala allir ensku meira að segja litlir kortarar) :D

...og til hamingju með að hafa unnið í leigu lottóinu hjá The Kort family :D hahahaa....

ágúst 14, 2006  
Blogger huldan said...

Haha.. þú hlýtur að vera búin að fjárfesta í minivan eins og Kortararnir, enda iðin við útungun ;)

Já takk fyrir hamingjuóskirnar. Þetta var reyndar ekki mjög spennandi happdrætti, ég var það sigurviss.. en ber að sýna þakklæti engu að síður, a.m.k. út á við ;)

ágúst 14, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Heyrðu.. NEI það er nefnilega málið mig er að VANTA minivaninn :/ En það kemur.. allt hefur sinn vitjunartíma og ég trúi ekki öðru en að GUÐ ætli mér bíl undir alla hersinguna sem hann er að færa mér :)

ágúst 15, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Þú ert ótrúleg alveg, keyrir bara áfram þar til þér dettur í hug að stoppa ;)

En þetta er nú ekkert smá fallegur staður sem þú valdir að stoppa á .. svo ég skil þig vel.

Kveðja, Ásta frænka

ágúst 15, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

ég trúi þessu ekki upp á þig!! þú veist að ég á heima á hellu og lá í þynnku á sunnudaginn!!! þú verður sko að muna að stoppa næst og kippa mér með!

ágúst 15, 2006  
Blogger huldan said...

Sko, mér varð hugsað til þín Hjördís. Eitt vandamál: Ég á það til að rugla Hellu og Hvolfsvelli saman, man t.d. aldrei hvorn bæinn maður keyrir fyrst í gegnum á leið frá Rvk. Ég man ekki hvort stóra bensínstöðin er á hæ. hönd á Hellu eða Hvolfsvelli. Ég man eftir tveimur sundlaugum, önnur er frekar stór og pottarnir eru fjær sundlaugarhúsinu og talsvert dreifðir. Í hinni sundlauginni eru pottarnir við húsið og þar geymir maður verðmæti í lokuðum skáp sem fólk hefur aðgengi að sjálft, ekki afgreiðslufólkið. Ég man bara ekki hvor er á Hellu og hvor er á Hvolfsvelli. Skilurðu mig?! Þannig að einmitt þennan sunnudag mundi ég ekki hvort þú byggir á Hellu eða Hvolfsvelli. En ég man þig samt, þú varst mér einmitt ofarlega í huga.
Næst þegar ég tek svona bíltúr þá skal ég svo sannarlega kippa þér með.. ;)

ágúst 15, 2006  
Blogger bullogsteypa said...

Náðuga ungfrú! Fékkstu nokkuð meil frá mér um sjal-mál? Það er eitthvað rugl með pósthólfið mitt...

ágúst 15, 2006  
Blogger huldan said...

Nei ungfrú Valdís, fékk ekki mail um sjal-mál.. sendu það aftur eða hringdu inn sjal-mál ;)

ágúst 15, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

HEHE ok ég fyrirgef þér! En sko mundu bara að Hella er menningarpleisið og Hvolsvöllur er skítapleisið ;) Nei djók ;) Þú keyrir fyrst í gegnum hellu. Engin bensínstöð á hægri hönd og pottarnir alveg upp við sundlaugarhúsið og afgreiðslufólkið hefur ekki aðgang að læstu skápunum ;)

ágúst 16, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Enjoyed a lot! Mature dildo videos Online golf supplies Didrex for attention disorder

febrúar 16, 2007  
Anonymous Nafnlaus said...

You have an outstanding good and well structured site. I enjoyed browsing through it » » »

mars 03, 2007  
Anonymous Nafnlaus said...

Very nice site! » »

mars 05, 2007  

Skrifa ummæli

<< Home