Afmælisbarn dagsins
Til hamingju með afmælið elsku Rósanna frænka.
Hér koma nokkur ráð frá stóru frænku:
-Ekki taka margar handbremsubeygjur (þó það sé mjög gaman þegar maður er 17). Það fer illa með dekkin.
-Ef þú borðar í bílnum ekki henda matarbréfunum með matarleifum undir sætið. Eftir einhvern tíma fer bíllinn að lykta og þú fattar ekki hvaðan lyktin kemur. Svo verðurðu samdauna lyktinni og gleymir þessu. Kaupir kannski lyktartré og hengir í spegilinn. Skiptir út reglulega en alltaf er þessi netta súrfýla í bílnum sem þú skilur ekkert í. Ekki gott. (tala að sjálfsögðu ekki af reynslu, þekki bara fólk sem hefur lent í þessu) Hafðu ruslapoka í bílnum sem þú skiptir út reglulega.
-Bónaðu bílinn reglulega (eða fáðu a.m.k. einhvern til að gera það fyrir þig, eins og ég geri). Annars myndast ryðblettir með tímanum og lakkið verður ónýtt. (Manstu hvernig fyrsti bílinn minn varð með tímanum, þessi sem fékk seinna nafnið Depill. Ekki láta það henda þig)
-Bensín er dýrt og verðlagið rokkar. Þess vegna er sniðugt að taka bara alltaf bensín fyrir t.d. 1500 kall. Þá finnurðu síður fyrir bensínhækkanastressinu sem enginn hreyfir hvort sem er mótmælum við. Eins veldur 1500 kr. bensíntaktíkin því að þú ert síður að keyra óþarfa.
-Þú getur farið "í kringum" skoðanaskylduna og látið skoða bílinn annað hvert ár. (Ég skal gefa þér nöfnin á "góðum" skoðanastöðvum og trix til að tala við lögguna) Þannig spararðu smá pening, sem gæti t.d. farið í bensín.
Neiiii, þetta var að sjálfsögðu djókur. Enda væri þetta talsvert taugastrekkjandi. Ekki að ég tali af reynslu. Þekki bara fólk.
-Vertu með klinkbox í bílnum fyrir stöðumæla. Þú vilt ekki lenda í stöðumælasektagrýlunni. Ef sektirnar hlaðast upp og þú ákveður að gera ekki "ekki gera ekki neitt" þá gæti það tekið þig 13 mánuði og 3 vikur að borga það niður. Ekki að ég tali af reynslu heldur hérna. Þekki bara fólk.
-Farðu ávallt eftir umferðarreglum og ekki keyra of hratt. Sérstaklega í Kópavogi, Hafnarfirði og í kringum Blönduós.
-Ef þú gerist það óheppin að löggurnar stoppi þig, mundu þá að vera sjúklega almennileg og bljúg (nokkur tár klikka ekki). Það virkar. Treystu mér hérna.
Annars óska ég þér góðs gengis frænka litla. Sjáumst í afmælispartýinu í kvöld ;)
Hér koma nokkur ráð frá stóru frænku:
-Ekki taka margar handbremsubeygjur (þó það sé mjög gaman þegar maður er 17). Það fer illa með dekkin.
-Ef þú borðar í bílnum ekki henda matarbréfunum með matarleifum undir sætið. Eftir einhvern tíma fer bíllinn að lykta og þú fattar ekki hvaðan lyktin kemur. Svo verðurðu samdauna lyktinni og gleymir þessu. Kaupir kannski lyktartré og hengir í spegilinn. Skiptir út reglulega en alltaf er þessi netta súrfýla í bílnum sem þú skilur ekkert í. Ekki gott. (tala að sjálfsögðu ekki af reynslu, þekki bara fólk sem hefur lent í þessu) Hafðu ruslapoka í bílnum sem þú skiptir út reglulega.
-Bónaðu bílinn reglulega (eða fáðu a.m.k. einhvern til að gera það fyrir þig, eins og ég geri). Annars myndast ryðblettir með tímanum og lakkið verður ónýtt. (Manstu hvernig fyrsti bílinn minn varð með tímanum, þessi sem fékk seinna nafnið Depill. Ekki láta það henda þig)
-Bensín er dýrt og verðlagið rokkar. Þess vegna er sniðugt að taka bara alltaf bensín fyrir t.d. 1500 kall. Þá finnurðu síður fyrir bensínhækkanastressinu sem enginn hreyfir hvort sem er mótmælum við. Eins veldur 1500 kr. bensíntaktíkin því að þú ert síður að keyra óþarfa.
-Þú getur farið "í kringum" skoðanaskylduna og látið skoða bílinn annað hvert ár. (Ég skal gefa þér nöfnin á "góðum" skoðanastöðvum og trix til að tala við lögguna) Þannig spararðu smá pening, sem gæti t.d. farið í bensín.
Neiiii, þetta var að sjálfsögðu djókur. Enda væri þetta talsvert taugastrekkjandi. Ekki að ég tali af reynslu. Þekki bara fólk.
-Vertu með klinkbox í bílnum fyrir stöðumæla. Þú vilt ekki lenda í stöðumælasektagrýlunni. Ef sektirnar hlaðast upp og þú ákveður að gera ekki "ekki gera ekki neitt" þá gæti það tekið þig 13 mánuði og 3 vikur að borga það niður. Ekki að ég tali af reynslu heldur hérna. Þekki bara fólk.
-Farðu ávallt eftir umferðarreglum og ekki keyra of hratt. Sérstaklega í Kópavogi, Hafnarfirði og í kringum Blönduós.
-Ef þú gerist það óheppin að löggurnar stoppi þig, mundu þá að vera sjúklega almennileg og bljúg (nokkur tár klikka ekki). Það virkar. Treystu mér hérna.
Annars óska ég þér góðs gengis frænka litla. Sjáumst í afmælispartýinu í kvöld ;)
4 Comments:
hellú og takk fyrir gærkvöldið, skemmti mér mjög vel ;) við verðum að hittast oftar , það er gaman að hanga með þér snúlla ....knús mús
þú ert nú meiri álfurinn að kenna litlu frænku svona trikk...
Ungverjinn.
Hæ Hulda,Finnbogi hér.
Höfum verið að skipuleggja tónleika sem verða í Héðins 6 október uppúr klukkan 21:30.
Fram koma Helgi Valur,Poetrix og Pétur Ben.
Eftir þetta verður svo diskótek fram á nótt,vonandi það verði Páll Óskar en það á eftir að koma í ljós.
Bless
Lilja: Hittumst aftur mjög fljotlega, þetta var rosa gaman :)
Jóhanna: She already knew ;)
Finnbogi: Takk fyrir upplýs., aldrei að vita nema maður skelli sér :)
Skrifa ummæli
<< Home