föstudagur, september 08, 2006

.......

Það eru góðir hlutir að gerast. Vond-góðir. Lærdómsríkir hlutir. Það er svo gaman að læra og þroskast. Amen.

Bootcamp byrjað aftur. Þeir sem sögðu að g.i. jane væri á sama erfiðleikastigi og hinir tímarnir sögðu ósatt. Þetta er rosalegt. Æðislegt. Ég er ennþá hálf meyr eftir Ameríkudvölina og reynsluna þar. Sakna Kortaranna. Þess vegna fannst mér einstaklega fallegt í morgun í Bootcamp þegar ég greip lánshanska til að fara að boxa. Þegar ég batt þá á mig sá ég bláa tússið á þeim. Með ögn barnslegri skrift, eins og karlmönnum einum er lagið, stóð "Gísli KORT". Mér hlýnaði um hjartaræturnar og sýndi æfingarfélaga mínum hanskana, en honum þykir líka einstaklega vænt um Kortarana. Hann sagði "já mér þykir líka gott að nota þessa hanska". Fallegt. Þegar settinu lauk þá faldi ég hanskana undir boxhringnum, svo ég gæti notað þá aftur í nýju setti. Sætt. Reyndar eru þetta bestu og minnst notuðu hanskarnir með lágmarks táfýlu, og ég keypti þá upphaflega og gaf geðKortinu í afmælisgjöf.. en samt. Kort-hjónin vantar. Vantar keppnisfílinginn. Vantar besta æfingarfélagann. Vantar gelluna sem brúkar munn við mig. Vantar talið um gellurnar sem svindla. "Fellum þær í stiganum, t*****". Það er gaman. Ég vil það. Vantar sam-sjeikinn maður. Það var buguð kona sem gekk einsömul í Hreyfingu í morgun og pantaði sér sjeik. Þó súkkulaðisjeik, til minningar um æfingarfélagann. Gat ekki sest niður í litlu sætin í Hreyfingu vegna tilfinningastreymis, enda er ég farin að bera ábyrgð á tilfinningum mínum og set mig ekki í svona sorglegar aðstæður lengur. Það er einfaldlega of erfitt núna. Ég er með mörk! Einn daginn verð ég kannski tilbúin til þess að bjóða einhverjum með í sjeik-ferðalagið. Þá fær sá hinn sami að heyra söguna um konuna sem átti að fylla sætið (ekki "út-í-það" þó, enda er hún mjó). Hreyfing já, það er í lagi. En ég mun aldrei bjóða neinum með í tyllidaga Sporthús-sjeikinn, cappuchino banana soya. Sumum minningum verður maður að halda fyrir sjálfan sig. Ómenguðum. Það er bara svoleiðis.

Ég keypti mér ipod úti. Tek hann ekki úr eyrunum. Er reyndar alltaf með sömu fimm lögin í spilun. En það tengist laga-þráhyggju sem ég er haldin. Talað við gluggann með Bubba, Stúlkan sem starir á hafið með Heru, Hallelujah með Jeff Buckley, Joleen með White stripes og Goodbye yellow brick road með Elton John. Tónlistar-skekkja sem tengist væmnis-ferðalaginu sem ég er í núna.

8 Comments:

Blogger Anders said...

Nu skal du stramme op Hulda, svensker !!!!!!!
er du helt den ????
Du skal gå til din skolen og bede om at få noget mere DANSK undervisning !!!!

september 08, 2006  
Blogger bullogsteypa said...

Veistu það Hulda að ég held - eftir nákvæmar rannsóknir - að þú sér skakki turninn í Pisa.

september 08, 2006  
Blogger huldan said...

Já en sjáðu hvað hann er undurfallegur og vinsæll. Það er sko ekki leiðum að líkjast ;)

Já og Valdís, þú ættir kannski að fara að kenna mér dönsku, samkvæmt Anders hér að ofan.. uss

september 08, 2006  
Blogger bullogsteypa said...

Nejjjjj! Ikke dansk. Jag ville heller prata svenska eftersom den ar sa hemsk let ock mycket vackrare. (Hér vantar allar bollur og tvípunkta)
Þú ert nú svo undurfalleg og vinsæl að allar þessar skekkjur geta bara farið til Pisa. Segir Dísa ;)

september 08, 2006  
Blogger huldan said...

Sjá hversu fallega háskólakennarinn í íslenskufræðum yrkir til mín.

Því dásemd!

;)

september 08, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

hæ sæta ...mér finnst þú ekkert smá dugleg í ræktinni ;) þú ert æði,pæði,gæði....og það er gott að tala við þig um lífið og tilveruna , held það séu góðir tímar framundan, finn það á mér ;) knús til þín

september 09, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Hey við leggjum til að nýji Boot camp félaginn fái hanskana hans Korts.

september 09, 2006  
Blogger huldan said...

Lilja þú ert æði :)

Kort: Já auðvitað fær nýju félaginn hanskana.. um leið og ég man eftir að taka mína með ;)

september 09, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home