fimmtudagur, september 14, 2006

Danskt..

Við Kristín Erla vorum að setja okkur markmið. En Kristín Erla er lestrarfélagi minn. Við vorum saman í framhaldsskóla. Æfðum saman í Hreyfingu og hittumst oft á Glaumbar um helgar þegar við vorum litlar. Vorum einu sinni skotnar í sama stráknum, ekki á nákvæmlega sama tíma samt, fyrst ég, svo hún. Núna erum við aftur saman í skóla en hættar að fara á Glaumbar og ekki lengur skotnar í sama stráknum. Hún æfir þó enn í Hreyfingu, meðan ég æfi tveimur húsum frá. Hún og maðurinn hennar eru nýbyrjuð á danska kúrnum. Reyndar hafði maðurinn hennar ekki val því þar sem Kristín er kokkur góður þá eldar hún matinn meðan hann sinnir öðrum heimilisstörfum. Núna eldar hún bara danskt. Ég er byrjuð líka. En þar sem ég er afar löt við að elda (er meira fyrir önnur heimilisstörf, man reyndar ekki hver þau eru í augnablikinu) þá kannski fer ég að leggja það í vana minn að kíkja í heimsókn til Kristínar á matmálstímum. Annars er Nings með danska rétti. En það fer afar illa með budduna. Nei nei, ég mun elda, elda eins og vindurinn. Við Kristín eyddum löngum tíma í dag að skiptast á ráðum. T.d. er hægt að kaupa 1 kg poka af frosnu grænmeti í Europris á innan við 200 kr. Já ég skal sko segja ykkur það. En á danska kúrnum borðum við 600 gr af grænmeti á dag og ca 250 gr af fiski eða mögru kjöti. Brauðskammtur 60 gr, mjólkurskammtur og ávextir. Jahá.

En við K.E. erum komnar í gírinn. Settum okkur markmið sem eiga að nást fyrir jól. Eftir próf skellum við okkur í reglulegt spa. Tökum dag í dekur, nudd og allur pakkinn. Umbun.is. Jei.

Áfram danskt.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Grænmeti grænmeti grænmeti... ætli maður verði nokkuð kálhaus af öllu þessu grænmeti?? Vonandi ekki, það væri ekki gott þar sem við ætlum líka að massa hjúkku prófin um jólin:) Við verðum að standa okkur í þessum danska;)

september 14, 2006  
Blogger huldan said...

Við ættum að stofna svona síðu eins og gellurnar eru með.. "wannabe slim", "fyrrv feitabolla", "átakspían".. og hvað þær heita allar þessar síður. Vera með niðurtalningu efst á síðunni, eins og þær eru með og fyrir og eftir myndir ;) En annars er ótrúlega gaman að skoða þessar síður, sumar umbreytast, eru eins og nýjar konur.

september 14, 2006  
Blogger bullogsteypa said...

Þú ert það sem þú borðar!! Ég er þá sumsé hýðisgrjón, heilsubuff og belgískt konfekt;)

september 14, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home