miðvikudagur, september 20, 2006

Geðveikt hress týpa..

Spjallaði við vinkonu mína á msn í gær. Hún var að monta sig af hlaupaárangri sínum, sem er vel. Ég er ekki byrjuð á mínu hlaupaplani, enda búin að vera mjög mjög mjög lasin.

A: Ég hleyp með púlsmæli. Verð að hlaupa með púlsmæli.
H: Ég hleyp ekki með púlsmæli.
A: Notarðu ekki púlsmæli? Ég er orðin háð því að nota púlsmæli.
H: Já áhugavert. Misjafnt hvað fólk venur sig á. Ég nota ekki púlsmæli.
A: Með púlsmælinum fylgist ég með æfingarpúlsinum. Get þannig haldið mér á réttu róli og sett mér markmið.
H: Já ég mun ekki notast við púlsmæli.
A: En hvernig ætlarðu þá að setja þér markmið?
H: (hvað er þetta kona) Ekki með púlsmæli. Ég notast við vegalengdir og tíma. Ég hleyp mér til heilsubótar og skemmtunar. Hjá mér snýst þetta um ferðalagið, ekki áfangastaðinn.
A: Ef þú hleypur þér til heilsubótar væri þá ekki skynsamlegast að fylgjast með púlsinum?
H: (djísus) Nei ég nota ekki púlsmæli.
A: Á púlsmælinn seturðu inn kyn, hæð, þyngd.. og þannig færðu réttan æfingarpúls og reynir að halda þér á honum. Þú færð niðurstöður í lokin, hversu löngum tíma þú náðir að halda æfingarpúlsinum t.d. og heildarhitaeiningarbrennslu.
H: Æðislegt, frábært. En ég nota ekki púlsmæli (hættu svo með þetta kona).
A: Já en púlsmælir...
H: Hey hvað segirðu annars gott??

Fxxxxxg púlsmælir. Skreið upp í rúm í gær. Þráhyggjuhugsanir fóru að gera vart við sig (algjörlega nýtt fyrirbrigði hjá mér). "Púlsmælir-púlsmælir, allir verða að eiga púlsmæli". Ég hentist fram úr og á netið. Kynnti mér púlsmæla og linnti ekki leitinni fyrr en ég hafði fundið ágætis púlsmæli á góðu verði. Hananú. Það er nefnilega mjög nauðsynlegt að eiga púlsmæli, það er ekki hægt að hlaupa án þess að vera með púlsmæli, það eru bara amatörar sem hlaupa án púlsmælis, púlsmælir er bestur, það er allt eins hægt að sleppa því að hlaupa ef ekki er púlsmælir með í för, púlsmælir púlsmælir..

Hvað er það næst? GSP staðsetningartæki kannski? Svo maður týnist ekki í Öskjuhlíðinni.. urr ;)

14 Comments:

Blogger Ally said...

Já gaman að lesa þetta, varpar nýrri sýn á þetta annars ágæta samtal. En púlsklukkan rúlar;)

september 20, 2006  
Blogger huldan said...

Já næst þegar við ræðum púlsmæli verður hann kominn í gagnið ;)

september 20, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

púlsmælir er bara fyrir aumingja, vertu kúl á því, ekki vera eins og allir hinir sem detta í þá gryfju að verða að eiga eitthvað af því allir hinir eiga það, geggjað important "#$&/smortant!"#$%!" ég fíla gellur sem hlaupa bara í hallærislegum ævagömlum Henson joggara án þess að vera með spilara um úlnliðinn, púlsmæli á hinum og öskrandi popprokk... í eyrunum. Góðir skór eru málið, eina málið, hlusta svo bara á náttúruna og hjartað;);) knús mús þín sigga í sveitinni

september 20, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Púlsmælir hvað. Ónefnd systir í útlöndum gengur ekki nokkur skref án skrefamælis þannig að er ekki málið að vera með púlsmæli á annari og skrefamæli á hinni, þá fyrst ertu cool. Síðan geturðu fengið þér hraðamæli fyrir lengra komna:)

september 20, 2006  
Blogger huldan said...

Það er of seint Sigga mín, alltof seint. Ég er búin að kaupa hlaupabuxurnar. Ipodin er komin sem og hulstrið um handlegginn. Púlsmælir var síðasta stráið. Ég skal samt alveg hlaupa með þér sæta, þó ég sé svona geðveikt plebbaleg ;)

september 20, 2006  
Blogger huldan said...

Hjödda, ég set þig í málið í USA. Þú kemur tilbaka með fangið fullt af mælum, hverskonar mælum, allskonar mælum, skiptir ekki máli, bara svo lengi sem hægt er að setja það á handlegginn og mæla eitthvað.

(Annars fagna ég kommentum frá þér systir kær, mér þykir vænt um það, og þig.. þykir alveg líka vænt um þessa dönsku, og kommentin hennar, nei bíddu, hún kommentar aldrei)

september 20, 2006  
Blogger Ally said...

Uhmmmmmmm unaður að hlaupa áðan með púlsmælinn minn:)
En þegar ég kom heim stakk Doddi upp á því að ég færi næst með GPS hlaupa/púls mælinn hans út að hlaupa. Svo maður er bara strax orðinn lummó með púlsmælinn. Hvar endar þetta?

september 20, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Passaðu þig á þessum púlsmæli Hulda!
Hann er mjög ávanabindandi. Ég er enn að jafna mig eftir slæma ánetjun í gamla daga:)

september 20, 2006  
Blogger huldan said...

Allý, ég var að gúggla fullt af hlaupamælum, rosa sniðugt.. i´ll keep you posted ;)

Hey er þetta Kristín Erla hin eina sanna? Gaman að fá komment frá þér skvís :)

september 20, 2006  
Blogger Kolbrún Ósk said...

Hæ sæta..

Fyndið ég hélt ég væri ein í heiminum sem lennti í þessu nákvæmlega samtali sem þú skrifar hér svo skemmtilega um. Ég á einn vin sem talar um fátt annað en nýja púlsmælinn sinn og fullyrðir að hann fái mun meira út úr sínum æfingum heldur en ég mínum..í framhaldi af því ákvað ég í þrjósku minni að fjárfesta ALDREI í slíku tæki..en hver veit hvað mér finnst seinna þegar þú mætir með þinn púlsmæli í skvass...:)

ást til þín

september 20, 2006  
Blogger huldan said...

Púlsmælirinn er á hold. Ég ætla að skransa fyrst og vera hippi. Ég fílaða.

september 20, 2006  
Blogger Anders said...

Hvad var din puls da du talte med den person ??? det kunne være sjovt ta vide.
men ja få dig et GPS, så er du sikker på præcist hvor langt du har løbet. 236 m er min rekord, men en vand pause og en lur på en bænk, indtil jeg blev skræmt væk at 4 sure pensonister.

september 23, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Hey I'd love to thank you for such a great made forum!
Just thought this is a nice way to make my first post!

Sincerely,
Hilary Driscoll
if you're ever bored check out my site!
[url=http://www.partyopedia.com/articles/nascar-party-supplies.html]nascar Party Supplies[/url].

janúar 09, 2010  
Anonymous Nafnlaus said...

top [url=http://www.001casino.com/]001casino.com[/url] brake the latest [url=http://www.realcazinoz.com/]online casino[/url] free no deposit perk at the leading [url=http://www.baywatchcasino.com/]casino gratuity
[/url].

janúar 29, 2013  

Skrifa ummæli

<< Home