þriðjudagur, september 05, 2006

Heim - stutt

Ameríka í gær. Ísland í dag.
Sorglegt að kveðja Auju og co. Ég á eftir að sakna þeirra. Mikið. Ég skældi smá á flugvellinum. Ekki Auja samt, en hún var reyndar svo svakalega óheppin að fá rykkorn í augað þegar við kvöddumst. Geðveikt óheppin gella eitthvað.

Seinkun á vélinni. Fékk mér að borða. Þar var líka geðveikt stór gaur að borða baunakássu. Ótrúlega sætur gaur, en þokkalega sem hann hámaði í sig baunakássuna. Hann bauðst svo til að halda á töskunni minni. Ótrúlegur herramaður. Ég meina 3 kg er alveg geðveikt þungt fyrir konu eins og mig. Hann borgaði líka matinn minn. Svo sat hann við hliðina á mér í flugvélinni, stóri gaurinn með baunakássuna. Hann sat við ganginn og leysti vind í gríð og erg. Gaurinn ekki alveg að fatta að það er ekki sniðugt að borða baunakássu rétt fyrir flug. En fyrir utan vindverki (sem hann gat ekki gert að, sumir eru bara veikari fyrir) og að hann meinaði mér aðgang að salerninu og bannaði mér að tala við flugþjóninn þegar frambjóðandagenið kikkaði inn hjá mér, þá var þetta geeeeðveikt fínn gaur. Ótrúlega sjúklega almennilegur. Langt síðan ég hef.. já. Vá hann var svo frábær. Við áttum "stund". Töluðum um Ibiza og allt, rosalega fallegt. Alvöru trúnó. Vorum bæði með ipod og einu sinni kom það fyrir að við hlustuðum á sama lagið á nákvæmlega sama tíma. Tilviljun eða hvað? Þvílíkir sálufélagar. Vá ég er bara ekki að ná því hvað þetta var óóóótrúlega frábær gaur. Ekki oft sem maður hittir svona rosalega ótrúlega æðislega manneskju. Svo var hann líka geðveikt fyndinn og skemmtilegur. Ég hló og hló.

Vá ég er farin að sakna hans strax. Óóóótrúlega fínn gaur. Geðveikt fáir eitthvað sem er svona meiriháttar.

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Halló,
Ertu ekki að grínast 4-5 línur í mig og co. Fokking ritgerð á æðislega gæjann--- þetta er sorglegt

september 05, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

hahaha..alltaf gaman að hitta skemmtilegt prumpufólk :)það er svo fallegt...:) en VELKOMIN HEIM FALLEGA KONA :) endilega verðum í bandi...hlakka til að heyra sögur af þér ;)

september 05, 2006  
Blogger huldan said...

Auja, slaaaka kona. Þú færð rosa ritgerð, hún kemur bara ekki á þínum tíma, hvar er auðmýktin?

Aðalheiðan, já ég hlakka til að hitta þig svo sannarlega :)

september 05, 2006  
Blogger bullogsteypa said...

Ha ha ha ha, fyndið að lesa Auju hér að ofan. Hulda, ég held að þú verðir að drífa í þessari ritgerð sem fyrst. Konan er á mörkunum ...

september 05, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home