föstudagur, september 29, 2006

Á morgun..

.. fer ég á Fimmvörðuháls.

Verð að endurskipuleggja 20 kg bakpokann minn. Þyngd hans vakti ekki lukku. Samt fór ég samviskusamlega eftir tékk-listanum, vék ekki frá honum nema í nokkrum aukaflíkum og smá aukadóti. Ekki nema ca 12 kg af aukadóti. Ekkert má maður. Þarf víst að strippa þetta niður í það ALLRA nauðsynlegasta. Fermingarsvefnpokinn er víst ekki að gera sig heldur.

Farin að redda agnarsmáum svefnpoka, persónulegum hælsærisútbúnaði og myndavél. Vantar sárlega myndavél, þar sem hleðslutækið af minni er í útlöndum. (annars hef ég tækjaóðu geð-frúna grunaða, hún gæti verið að þróa með sér hleðslutækja-fetish, annað eins gerist nú í USA)

Góða helgi.
Bless.

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

hahahaha af hverju kemur mér ekkert á óvart að pokinn þinn hafi orðið aðeins of þungur vegna "smá" af aukadóti ;) taktu nú BARA það sem er á tékklistanum, lofa þér að meira þarftu ekki!! En vá hvað ég öfunda þig fyrir að vera að fara Á Fimmvörðuháls, ábyggilega meiriháttar :) hlakka svo til að sjá þig næstu helgi á AK ;) þúsund kossar og knús og góða skemmtun um helgina, kv. Stína Skáfrænka :)

september 29, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Kúl mar.

Fariði mörg?Einhver sem ég þekki úr
Ha Ha samtökunum?

Finnbogi

september 29, 2006  
Blogger huldan said...

Stína: Já ég ætla að gera allt til að mæta, er meira að segja farin að hlakka til. Verð þarna kallandi "Stína-Stína-Stína" ;)

Finnbogi: Fimm vinir Bill W. að fara ;) Endilega komdu með næst, þetta verður hefð..

september 29, 2006  
Blogger bullogsteypa said...

Ég bíð spennt eftir ferðasögunni. Þetta er eitt af því sem gæti gerst í fjarlægri framtíð hjá mér! Úthaldið þú veist. En Auja sagði stundum að ég gæti alveg orðið maraþonhlaupari ef ég hætti að reykja. Það er líka í einhverri órafjarlægð! Ég öfunda þig af þessu.

október 01, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home