Ákvað að skella mér í bíó í kvöld með
Drauminum, sem gengur einnig undir nafninu Týnda-Kortið, eða 4. Kortarinn.
---
Kringlubíó; Draumurinn leit í augu bíóafgreiðslustúlkunnar og sagði "Tvo miða á Börn takk fyrir" (en þeir sem þekkja Drauminn vita að hann er mjög svalur) og rétti henni gullkortið sitt. Bið. "Það kemur gagnagrunnsvilla" sagði afgreiðsludaman. Draumurinn sagði það vitleysu og bað dömuna að reyna aftur, ennþá svalur. Aftur sama gagnagrunnsvillan. Einungis búin kreditkortum en áfjáð í að fara í bíó reyndum við Draumurinn við alla hraðbanka í Kringlunni. Sama villan. Fórum aftur að miðasölunni,
D: "Hæ, tvo miða á Börn takk".
Afgreiðsludaman nett pirruð: "Gagnagrunnsvilla".
D: "Hvað er málið, þetta er gullkort".
Afgr.dama: "Veitiggi". (hér kem ég inní)
H: "Hey, hringjum í bankadótið og tékkum á þessu".
D: "Fokk ég á bara 60 kr. inneign á símanum. Hringjum úr þínum."
H: "Æi ég á bara 18 kr. Sendu SOS skilaboð í 1400 og fáðu 100 kr. sms lán".
Afgr.dama: "Eruð þið til í að færa ykkur svo hinir komist að", en við lásum úr augum hennar "þið eruð hyski".
----
Ákveðnari en aldrei fyrr að fara í bíó.
H: "Hey, förum í Álfabakka og tékkum á hraðbönkum á leiðinni. Þetta er mjög undarlegt".
D: "Æji Hulda, þetta er pínlegt".
H: "Nei kommon, blessaður vertu, það er alltaf verið að hafna kortum, manstu Björgólf og ísinn hérna um árið".
---
Hraðbanki í Austurveri: Gagnagrunnsvilla.
Hraðbanki í Mjóddinni: Gagnagrunnsvilla.
---
H: "Förum í bíóið og athugum hvort þetta sé í lagi þar".
D: "Æji Hulda, gefumst upp, þetta er mjög pínlegt".
H: "Ég verð að sjá þessa mynd í kvöld. Ef kortin virka ekki þá getum við sagst vera loksins búin að fá pössun fyrir börnin og hefðum hlakkað til langþráðar bíóferðar. Kannski sjá þau aumur á okkur".
D: "Hulda það er óheiðarleiki".
H: "*hóst*".
---
Sambíó Álfabakki;
D: "Góða kvöldið, tvo miða í sal A takk" og blikkaði afgreiðslustúlkuna.
Afgr.dama: "Híhí, já.. ehh það kemur einhver villa".
D: "Núúú, það er undarlegt":
Afgr.dama: "Bíddu ætla að athuga hina posana".
D: "Já takk fyrir kærlega" skælbrosandi.
Afgr.dama: "Æi geðveikt leiðinlegt, það kemur alltaf sama villan. Bíddu ætla að athuga hvað ég get gert" flissandi horfandi í augun á Draumnum.
H. hugsar: "Ég verð að sjá þessa mynd, ætli ég geti selt gellunni Drauminn fyrir bíómiða?".
Afgr.dama: "Því miður, það er villa í kerfinu, þetta er ekki kortið sko, villa hjá Reiknisstofu bankanna. Mjög leiðinlegt, vildi að ég gæti gert eitthvað".
D. tekur dollarabúnt upp úr vasanum, nýkominn frá USA: "Tekurðu dollara?".
Afgr.dama: "Híhíhí, bíddu skal athuga".
H. hvíslar að D: "Ætli við getum sett í pant, eins og í leigubílunum í gamla daga?".
D: "NEI!".
H: "Hey sorrí maður".
Afgr.dama: "Tökum því miður ekki dollara. Þetta er allt mjög leiðinlegt".
---
Hraðbanki Sambíó Álfabakka: Gagnagrunnsvilla.
---
H: "Bíðum aðeins og tékkum svo. Kannski laga þeir villuna innan nokkurra mínútna".
D: "NEI!".
H: "Jú kommon".
D: "Hulda, LET GO!".
H: "Ókei þá".
---
You can´t blame a girl for trying.