Bíó
Sá United 93 áðan. Í stuttu máli fjallar myndin um vélina sem rænt var 11. sept. og missti marks. Ég átti í sannleika sagt ekki von á miklu. Sú sterk var trú mín að þetta væri bara enn ein God bless America myndin að ég fékk mér miðstærð af Coke light fyrir tíu-sýningu í sal 3. Bíóáhugamenn vita að það er ekkert hlé á tíu-sýningum í sal 3. Þeir sem þekkja mig vita að ég er með litla blöðru. Fyrir mig þýðir miðstærð af gosi piss í miðri sýningu. Slík var vantrú mín á þessari mynd. Ég játa að ég hafði rangt fyrir mér. Strax á fyrstu mínútum byrjaði hjartað að hamast og ég fylltist geðshræringu. Miðstærðin sem ég slátraði fyrir sýningu (mætti alltof snemma í bíó) fór að segja til sín. Ég bölvaði.. og takið eftir, ég er löngu hætt að bölva. Ég gat ekki slitið mig frá myndinni og beið fram á ögurstundu. Tók þá sprettinn úr sætinu og hljóp svo hratt á wc-ið að ég hefði komist í elítu-hópinn í Bootcamp á þessum hraða. Allt ferlið tók mig nákvæmlega 2 mín. 50 sek., þangað til ég komst í sætið aftur. Persónulegt met.
Þessi mynd er mögnuð. Hún er svo raunveruleg að það er ólýsanlegt. Engir stórir kvikmyndarisar á bak við hana, engir frægir leikarar. Myndin er ekki pólitísk, leiðandi og dæmandi. Fólk er ekki nafngreint. Engar bakgrunnslýsingar á fólki og trúarbrögðum. Engin ein hetja. Engin ádeila. Mynd um raunverulegt fólk og raunverulega atburði.
Hjartað barðist í brjósti mér frá upphafi til enda. Ég felldi tár og ég hélt fyrir andlitið. Allt í einu var hún búin. Hún er tæpir tveir tímar að lengd en þetta virtist sem hálftími. Ekki dauður punktur í henni. Hélt mér við efnið frá fyrstu mínútu og örugglega fram yfir helgi.
Þessi mynd er mögnuð. Hún er svo raunveruleg að það er ólýsanlegt. Engir stórir kvikmyndarisar á bak við hana, engir frægir leikarar. Myndin er ekki pólitísk, leiðandi og dæmandi. Fólk er ekki nafngreint. Engar bakgrunnslýsingar á fólki og trúarbrögðum. Engin ein hetja. Engin ádeila. Mynd um raunverulegt fólk og raunverulega atburði.
Hjartað barðist í brjósti mér frá upphafi til enda. Ég felldi tár og ég hélt fyrir andlitið. Allt í einu var hún búin. Hún er tæpir tveir tímar að lengd en þetta virtist sem hálftími. Ekki dauður punktur í henni. Hélt mér við efnið frá fyrstu mínútu og örugglega fram yfir helgi.
3 Comments:
Ég var búin að segja þér að þetta væri mögnuð mynd (sá hana sko á undan öllum öðrum in New York City!!!!!). En ég verð að segja það þetta er ein af þeim betri sem ég hef séð ever...
Jááá var þetta myndin?! Mér varð hugsað til þess í gær, en mundi ekki hvað sú hét, enda svo langt síðan þú sást hana. Já hún er ólýsanlega frábær þessi mynd.. jii ég fæ gæsahúð núna þegar ég skrifa þetta og hugsa til hennar..
Sammála,ein allra besta mynd sem ég hef séð. Og fyrir svona flug-lærða menn er þetta snilld hvernig öll smáatriði í fluginu og öll samskipti eru raunveruleg. Býð þér í flug í vetur.
Hinn hreini.
Skrifa ummæli
<< Home