Í.A.
Íslenska Al#afélagið (Í.A.) fór í jómfrúarferðina um helgina. Haldið var á Fimmvörðuháls. Meðlimir A. og K. (sem eru 2/3 af kvenlimum félagsins) afboðuðu för sína v/veikinda og meiðsla. Gildir limir (=færeyska) ferðarinnar voru því fjórir; H., E., V. og L. Ein ung kona, þrír menn. Fimmti limurinn, A., sá um akstur til og frá.
Ferðasaga:
Haldið var af stað árla laugardagsmorguns. Bootcamp liðið mætti fyrst á brottfararstað (enda vel agað sökum herþjálfunar), meðan viðskiptafræðingurinn(E) mætti ögn seint. En það var einungis vegna þess að 30 þús. króna púlsúrið hans var vitlaust stillt. Haldið var af stað og ekið sem leið lá að Skógarfossi, með stuttu stoppi á Hvolsvelli þar sem orkuforðinn var fylltur, aðallega af mettaðri fitu, ásamt 1/4 af kálblaði. Þar hitti hógværi maðurinn(V) fyrir nokkra "celebs" vini sína og "name-droppaði" talsvert meðan hinir kyngdu mettuðu fitunni í auðmýkt. Enda vitum við að þegar fólk hefur lifað svona lengi hefur það kynnst mörgum á lífsleiðinni.
Gengið var upp með Skógarfossi, en sá kafli reyndist sá brattasti í ferðinni. Sumir byrjuðu full geyst (enda keppniskona mikil), en tóku þó leiðsögn frá viðskiptafræðingnum sem sagði reynslusögur frá Hornströndum. Hópurinn gekk því samstilltur og á góðu tempói og í kærleik. Þverfagleikinn í fyrirrúmi, lagskiptingin afnumin. Háskólafólkið hitti almúgamennina á miðri leið og í fordómaleysi.
Haustlitirnir skörtuðu sínu fegursta. Landslagið ótrúlegt. Meðlimir Í.A. héldu vart vatni yfir fegurðinni. Gengið var framhjá mörgum fossum. Helst má þar nefna Hrynjanda, Dettanda, Fallanda, Magna og Glanna. En til happs námu 2/4 meðlima í Lærða skólanum, og gátu því frætt ungviðið. Hópurinn gaf sér tíma til að njóta útsýnisins, en innan marka, enda allir með sín mörk á hreinu (þó mörk sumra reyndust teygjanlegri en annarra). Lolli tók að sér hlutverk vatnaáfyllingavörðs á leiðinni og sinnti hann því starfi af ítrustu nákvæmni. 3/4 hópsins sá þó um að bera vatnið, þar sem hógværi maðurinn gekk með þyngsta bakpokann. En það furðulega gerðist að við brottför var bakpoki hans einungis 18 kg, en þyngdist talsvert á leiðinni og var þyngstur í kringum 40 kg. En það vita það auðvitað allir, sérstaklega nemar úr Lærða skólanum, að reimt er víða og draugar eiga það til að vera hrekksamir.
Fyrsti skálinn sem hópurinn nam staðar í var Baldvinsskáli. Skálinn var reistur árið 1974 sem frumkvöðlar í björgunarmálum Austur-Eyfellinga reistu sem skjól fyrir ferðalanga. Þar var stoppað til að bólsta fætur, en aðeins var farið að gæta fótaeymsla þegar hér var komið sögu. Göngunni var haldið áfram og allt í einu blasti skáli Útivistar við. Þar sem hann var uppi á hálsinum og 200 þús. kr. GPS tæki hógværa mannsins hafði numið staðar, ásamt því að stikur voru óráðnar, var úr vöndu að ráða að nálgast skálann. Ákveðið var að lifa ævintýrið til fulls, tefla á tæpasta vaði, lifa á ystu nöf. Hópurinn ákvað að feta sig yfir ísbreiðu mikla, sem var þó talsvert sprungin. Þar voru holur/gígar sem náðu niður í eilífðina. Eitt feilspor og ævintýrið búið. Ef unga konan hefði skartað 30 þús. kr. púlsúri viðskiptafræðingsins hefði það sennilega sprungið. Overdose af Treo hefði ekki virkað. En þá dró hógværi maðurinn línu upp úr 40 kg bakpokanum sínum. Með línu á handleggnum fótaði hópurinn sig varlega yfir ísbreiðuna, með smá vatnsstoppi fyrir Lolla.
Þegar fast grýti var komið undir fætur var á brattan að sækja að skálanum. Þvílík dásemd. Vin í eyðimörkinni. Hópurinn kom sér vel fyrir og hitaði skálann. Það tókst vel, þrátt fyrir slæm skilyrði. Unga konan lagði ekki hönd á plóginn, enda upptekin af þvagrennunni, en þvagaðstaða skálans virðist einungis gera ráð fyrir karlmönnum. Reglur skálans segja til um að #1 skuli gert í svotilgerða þvagrennu, meðan #2 er gert í sértilgert apparat. En skálinn er fallegur og góður (nema fyrir konur með þvagþörf). Þar var borðaður sértilgerður útivistar matur og stjörnuskoðun í ljósleysi í eftirrétt. Ólýsanlegt. Fötin hengd til þerris (en talverður úði hafði bleytt fólk) og þurr varaföt tekin úr pokanum. Tekið var í spil. Kani spilaður fram að háttatíma. Það var talsvert ójafn leikur, þar sem Íslandsmeistari í Bridge var með í för. Lolli og háskólafólkið sló þó ekki slöku við, en hafði þó Íslandsmeistarann undir vökulu auga, sökum svindl-áráttu sem virðist hrjá meistarann. Með kærleik, gleði og auðmýkt að leiðarljósi skemmti hópurinn sér vel og hló dátt.
Kl. 8 morguninn eftir fór hópurinn á fætur. Eldaður var hafragrautur og tekið til í skála. Vel rúmri klukkustund síðar var skálinn hreinn og fínn og fólk ferðbúið. Þá tók við auðveldasti göngukafli ferðarinnar. Hópurinn skokkaði Heljarkambana örugg í bragði og fótviss. Áfram hélt stórbrotið landslagið að koma á óvart og fylltist hópurinn lotningu gagnvart umhverfinu. Þvílík dásemd. Gangan á Kattarhrygg var skemmtileg og ný veröld blasti við er niður af honum var komið. Haustlitirnir í fullum skrúða. Blóm og tré. Fólk í berjamó. Fallegt.
Við Bása beið varalimur hópsins, A. (verður nefndur Cameru-gaurinn hér eftir). Í stóra jeppa hógværa mannsins var ekið heim á leið, með stuttu stoppi í KFC Selfossi. En eins og flestir vita þá er mettaðrar fitu líka þörf eftir gönguferðir.
Ekki er laust við að ferðin til höfuðborgarinnar hafi verið ögn tregablandin fyrir ungu konuna. Malbik, stress, hraði, kapphlaup versus nánd við náttúruna, stórbrotið landslag, stressleysi, augnablikið. Ferðin var ólýsanleg. Frábær. Ferðafélagarnir þeir bestu sem hægt er að hugsa sér. Hefði ekki skipt neinum þeirra út fyrir heimsins fúlgur. Toppnáungar.
Við fyrsta tækifæri verður haldið aftur út í náttúruna.
Lífið er ævintýri.
Ferðasaga:
Haldið var af stað árla laugardagsmorguns. Bootcamp liðið mætti fyrst á brottfararstað (enda vel agað sökum herþjálfunar), meðan viðskiptafræðingurinn(E) mætti ögn seint. En það var einungis vegna þess að 30 þús. króna púlsúrið hans var vitlaust stillt. Haldið var af stað og ekið sem leið lá að Skógarfossi, með stuttu stoppi á Hvolsvelli þar sem orkuforðinn var fylltur, aðallega af mettaðri fitu, ásamt 1/4 af kálblaði. Þar hitti hógværi maðurinn(V) fyrir nokkra "celebs" vini sína og "name-droppaði" talsvert meðan hinir kyngdu mettuðu fitunni í auðmýkt. Enda vitum við að þegar fólk hefur lifað svona lengi hefur það kynnst mörgum á lífsleiðinni.
Gengið var upp með Skógarfossi, en sá kafli reyndist sá brattasti í ferðinni. Sumir byrjuðu full geyst (enda keppniskona mikil), en tóku þó leiðsögn frá viðskiptafræðingnum sem sagði reynslusögur frá Hornströndum. Hópurinn gekk því samstilltur og á góðu tempói og í kærleik. Þverfagleikinn í fyrirrúmi, lagskiptingin afnumin. Háskólafólkið hitti almúgamennina á miðri leið og í fordómaleysi.
Haustlitirnir skörtuðu sínu fegursta. Landslagið ótrúlegt. Meðlimir Í.A. héldu vart vatni yfir fegurðinni. Gengið var framhjá mörgum fossum. Helst má þar nefna Hrynjanda, Dettanda, Fallanda, Magna og Glanna. En til happs námu 2/4 meðlima í Lærða skólanum, og gátu því frætt ungviðið. Hópurinn gaf sér tíma til að njóta útsýnisins, en innan marka, enda allir með sín mörk á hreinu (þó mörk sumra reyndust teygjanlegri en annarra). Lolli tók að sér hlutverk vatnaáfyllingavörðs á leiðinni og sinnti hann því starfi af ítrustu nákvæmni. 3/4 hópsins sá þó um að bera vatnið, þar sem hógværi maðurinn gekk með þyngsta bakpokann. En það furðulega gerðist að við brottför var bakpoki hans einungis 18 kg, en þyngdist talsvert á leiðinni og var þyngstur í kringum 40 kg. En það vita það auðvitað allir, sérstaklega nemar úr Lærða skólanum, að reimt er víða og draugar eiga það til að vera hrekksamir.
Fyrsti skálinn sem hópurinn nam staðar í var Baldvinsskáli. Skálinn var reistur árið 1974 sem frumkvöðlar í björgunarmálum Austur-Eyfellinga reistu sem skjól fyrir ferðalanga. Þar var stoppað til að bólsta fætur, en aðeins var farið að gæta fótaeymsla þegar hér var komið sögu. Göngunni var haldið áfram og allt í einu blasti skáli Útivistar við. Þar sem hann var uppi á hálsinum og 200 þús. kr. GPS tæki hógværa mannsins hafði numið staðar, ásamt því að stikur voru óráðnar, var úr vöndu að ráða að nálgast skálann. Ákveðið var að lifa ævintýrið til fulls, tefla á tæpasta vaði, lifa á ystu nöf. Hópurinn ákvað að feta sig yfir ísbreiðu mikla, sem var þó talsvert sprungin. Þar voru holur/gígar sem náðu niður í eilífðina. Eitt feilspor og ævintýrið búið. Ef unga konan hefði skartað 30 þús. kr. púlsúri viðskiptafræðingsins hefði það sennilega sprungið. Overdose af Treo hefði ekki virkað. En þá dró hógværi maðurinn línu upp úr 40 kg bakpokanum sínum. Með línu á handleggnum fótaði hópurinn sig varlega yfir ísbreiðuna, með smá vatnsstoppi fyrir Lolla.
Þegar fast grýti var komið undir fætur var á brattan að sækja að skálanum. Þvílík dásemd. Vin í eyðimörkinni. Hópurinn kom sér vel fyrir og hitaði skálann. Það tókst vel, þrátt fyrir slæm skilyrði. Unga konan lagði ekki hönd á plóginn, enda upptekin af þvagrennunni, en þvagaðstaða skálans virðist einungis gera ráð fyrir karlmönnum. Reglur skálans segja til um að #1 skuli gert í svotilgerða þvagrennu, meðan #2 er gert í sértilgert apparat. En skálinn er fallegur og góður (nema fyrir konur með þvagþörf). Þar var borðaður sértilgerður útivistar matur og stjörnuskoðun í ljósleysi í eftirrétt. Ólýsanlegt. Fötin hengd til þerris (en talverður úði hafði bleytt fólk) og þurr varaföt tekin úr pokanum. Tekið var í spil. Kani spilaður fram að háttatíma. Það var talsvert ójafn leikur, þar sem Íslandsmeistari í Bridge var með í för. Lolli og háskólafólkið sló þó ekki slöku við, en hafði þó Íslandsmeistarann undir vökulu auga, sökum svindl-áráttu sem virðist hrjá meistarann. Með kærleik, gleði og auðmýkt að leiðarljósi skemmti hópurinn sér vel og hló dátt.
Kl. 8 morguninn eftir fór hópurinn á fætur. Eldaður var hafragrautur og tekið til í skála. Vel rúmri klukkustund síðar var skálinn hreinn og fínn og fólk ferðbúið. Þá tók við auðveldasti göngukafli ferðarinnar. Hópurinn skokkaði Heljarkambana örugg í bragði og fótviss. Áfram hélt stórbrotið landslagið að koma á óvart og fylltist hópurinn lotningu gagnvart umhverfinu. Þvílík dásemd. Gangan á Kattarhrygg var skemmtileg og ný veröld blasti við er niður af honum var komið. Haustlitirnir í fullum skrúða. Blóm og tré. Fólk í berjamó. Fallegt.
Við Bása beið varalimur hópsins, A. (verður nefndur Cameru-gaurinn hér eftir). Í stóra jeppa hógværa mannsins var ekið heim á leið, með stuttu stoppi í KFC Selfossi. En eins og flestir vita þá er mettaðrar fitu líka þörf eftir gönguferðir.
Ekki er laust við að ferðin til höfuðborgarinnar hafi verið ögn tregablandin fyrir ungu konuna. Malbik, stress, hraði, kapphlaup versus nánd við náttúruna, stórbrotið landslag, stressleysi, augnablikið. Ferðin var ólýsanleg. Frábær. Ferðafélagarnir þeir bestu sem hægt er að hugsa sér. Hefði ekki skipt neinum þeirra út fyrir heimsins fúlgur. Toppnáungar.
Við fyrsta tækifæri verður haldið aftur út í náttúruna.
Lífið er ævintýri.
15 Comments:
Falleg ferð-- Tók hógværi gæinn ekki Treo kast þegar í skálann var komið?? Hann á það til.
Jújú fyrsta verk hógværa gaursins í skálnum var að úða í sig Treo.. og dásama verkun þess ;)
þú ert dugleg elskan:)
mússímússí ;)
Það skyldi enginn vanmeta gildi Treos enda þurfa menn sem axla byrgðar samferðafólks síns stundum á smá hjálp að halda !
æ lilli
.. og svo er líka heavy erfitt að vita svona mikið, en setning "ég veit" er sú fleygasta úr ferðinni ;)
Ég veit :)
roooosalega langur pistill en ég sé á útliti hans að það var gaman ;)
Ég veit. Þetta er samt verulega stytt útgáfa. Stundum liggur manni svo mikið á hjarta að það er sem einhver skrifi fyrir mann, eins og t.d. Conversation with God. Þá verður maður ekki þreyttur í puttunum. Það er nefnilega svoleiðis. Flæði - flæði segi ég ;)
vhá gaman gaman, ég kem með næst ekki spurning... bæjavei þú ert hetja.
Við þurfum þá að drífa í þeirri ferð .. þú veist.. ;)
Já ég er sammála Valdísi, náði ekki að lesa allt en mér finnst þú algjör snillingur. Við hendum okkur kannski upp á Esju saman eða einhvern annan hól!
HEY erum við ekki GAME annaðkv?
19.30 be there or be squereee...
p.s þú ert ótrúlega dugleg að þramma upp um fjöll og firnindi... ótrúlega dugleg líka í hernum.. ég hinsvegar myndi bara fara að grenja ef ég myndi mæta svona heraga!! Steini sagði við mig eftir fund í gær að svo myndi ég bara hætta að væla... en Ó NEI.. ég myndi hætta það væri ekki spurning en ekki að væla... heldur í BOOTCAMP!! Ég er einfaldlega bara sissy þegar kemur að svona working out dæmi!
Kristín Þóra: Tek þig á orðinu, fyrr en þig grunar.
Barbara: Kjaftæði! Ég hef sjaldan hitt konu sem er með munninn jafn rétt staðsettan fyrir neðan nefið eins og þig. Þú ert kannski mjúk eins og ég, við höfum grenjað saman á ráðstefnum og fundum yfir grátlegum speaker-um.. en það er töggur í þér, ég bara veit það ;)
Hæ elsku litla systir
Fråbært ad tu gekkst trått fyrir veikindin i vikunni å undan.
STOLT AF TÉR
HE
Skrifa ummæli
<< Home