þriðjudagur, október 10, 2006

Lúða

Fór í matarboð til lítillar fallegrar fjölskyldu í kvöld. Húsfaðirinn eldaði matinn sem samanstóð af lúðu, bleikju, sætum kartöflum og grænmeti. Ég vissi það ekki þá en ég veit það núna að lúða er uppáhalds hjá mér. Mikið svakalega er lúða góð. Húsfrúin var sammála mér. Húsfaðirinn sem hefur nokkur ár á okkur húsfrúna, var byrjaður að búa þegar Wham var uppá sitt besta, hló dátt að okkur eiginkonu sinni þegar við báðum um rusldisk fyrir roðið. Milli þess sem hann kyngdi roðinu fræddi hann okkur um næringarinnihald þess, enda alinn upp í fiskiþorpi og á þeim tíma var ekki hægt að fá heimsenda flatböku. Við æskuvinkonurnar úr Breiðholtinu (sem gengur erfiðlega að greina á milli fisktegunda), vissum fátt betra á okkar uppvaxtarárum en Hróa hött með skink, svepp og kokteilsósu og létum okkur því hafa það að smakka smá roðbita. Jú vissulega bragðsterkur biti og mjög svo góður. En eitthvað gerði að verkum að við létum staðar numið við einn bita. Uppeldisleg hömlun maske? Orsökin liggur eflaust í frummótuninni.
Hér sannast hið forna; Það er hægt að taka stelpurnar úr Breiðholtinu en Breiðholtið verður ekki svo auðveldlega tekið úr stelpunum. Það er nefnilega svoleiðis.

11 Comments:

Blogger bullogsteypa said...

Vá, er ÞÚ úr Breiðholtinu???

október 11, 2006  
Blogger bullogsteypa said...

átti að vera ERT

október 11, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Hulda úr gettóinu þessi engill ;) sammála síðust setningunni á blogginu ... takk fyrir að kíkja í heimsókn á mán þó stutt hafi verið...knús mús

október 11, 2006  
Blogger huldan said...

Já ég er Breiðholtsstelpa. Ok verð reyndar að taka fram að ég er úr Seljahverfi, sem er góði hluti Breiðholtsins, eða var það a.m.k. á mínum uppvaxtarárum. Auk þess bjó ég í betri helming Seljahverfis sem tilheyrði Ölduselsskóla.. sem er auðvitað allt annað en Seljaskóli.. þar voru nokkrir villingar.

október 11, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

í þá daga var það kallað litla beverly hills þar sem við bjuggum ekkert harlem, það var fellahverfið og hólarnir. Breiðholtið blívar, það finnst okkur stelpunum úr breiðholtinu

október 11, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

hey ég er úr harlem , ekkert bögg ekki nema þú viljir að ég lemji þig eftir skóla Sigga ;) eins gott að þú sért almennileg ;)ekki gleyma hvers dóttir ég er ...múhaha

október 11, 2006  
Blogger huldan said...

Nákvæmlega Sigga.

En bíddu Lilja, áttir þú ekki heima í Beverly Hills líka? Kynntistu ekki Siggu minni þar? Eða fluttirðu þangað kannski bara í smá tíma og svo aftur í Harlemið?

Hey Sigga, þú veist hvaða gella þetta er, bróðir hennar borgar þér kaup manstu.. be careful

október 11, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

ég bjó bara til 7 ára með Brandon , Brendu og Dillan í Beverly svo flutti ég í harlem ;)

október 11, 2006  
Blogger huldan said...

Bjóstu þá í Harlem með Andreu? Unnuð þið kannski saman á skólablaðinu? Henguð þið saman á Peach pit þú og Andrea?

október 11, 2006  
Blogger zeranico said...

LúðuRoð er nú líklega þeð besta sælgæti sem maður fær:)
sérstaklega ef lúðan er steikt .... maður hefði nú haldið að húsmóðirin ægilega væri með svona hluti á beinu?

október 13, 2006  
Blogger huldan said...

Já lúðan var vissulega steikt. En við unga fólkið á höfuðborgarsvæðinu erum ekki alveg í takt við fiskibæjarmenninguna, hún tilheyrir frekar þrjátíu og eitthvað ára hópnum.

Annars vil ég hrósa þér fyrir fallega skrifað komment. Vel gert ;)

október 13, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home