sunnudagur, október 29, 2006

Náttúrumanía

Ég er fyrir löngu orðin svona leiðindabloggari eins og Allý vinkona mín talar um. Gott að hún er komin í hópinn. Það eina sem kemst að hjá mér er Bootcamp og útivist. Nema hvað að mig langaði alltaf að vera svona stelpa, en ég bara hreinlega nennti því ekki. Fyrir bara ári síðan hefði mig seint grunað að nátthrafninn ég ætti eftir að vakna fyrir allar aldir flestar helgar til að gera e-ð í þessum dúr. Eins og t.d. núna um helgina. Stillti klukkuna á laugardagsmorgun samviskusamlega og með tilhlökkun á 6:30. Átti kyrrðarstund og borðaði næringarríkan morgunmat yfir Mogganum. Sótti nokkra vini og fórum á Bootcamp útiæfingu við Esjurætur. Eftir tveggja tíma æfingu fórum við í gufu á Loftleiðum. Algjör lúxus.
Vaknaði á sama tíma í morgun. Þá var stefnan tekin á Hvalfell í Hvalfirði. Þvílíkur dýrðarstaður. Fjallgangan varð þó í styttri kantinum þar sem á hamlaði för, eða réttara sagt göngubrú yfir ána. Sú hugmynd kom upp að fara úr skóm og sokkum og bretta upp buxur og vaða yfir ána, sem var dýpst ca. upp á mið læri. Ísköld og talsvert straumhörð. Ég hugsaði mig um í 5 sek. og baðst vægðar. Sumir breyttu um andlitssvip, en jöfnuðu sig þó fljótt ;) Gengið var þá niðureftir ánni og talsverðan spöl í aðra átt, að öðrum fossi (en Glym, hæsta foss Íslands, verð ég að sjá síðar) og lunch snæddur í hálffrosnu rjóðri. Umhverfið þarna er ólýsanlega fallegt og kyrrðin dásamleg.
Svona, nákvæmlega svona, vil ég eyða helgunum mínum og frítíma.. nema næst ætla ég að vaða.

12 Comments:

Blogger bullogsteypa said...

Mamma segir að þetta fjallgöngufólk sé alltaf að slasa sig eða týnast! Hún hefur oft varað mig við fjallgöngum með þessum rökum og ekki þurft að hafa mikið fyrir því vegna þess að ég vil hvorki slasa mig né týnast!! En ef félagsskapurinn er þess virði þá er aldrei að vita nema ...

október 29, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Hljómar vel.
Hvenær ætlar svo hópurinn að fara eins og hógværi maðurinn,Geðkortið og EGutt vestur á Hornstrandir? Þáð væri ég til í.

Finnbogi

október 29, 2006  
Blogger huldan said...

Næsta sumar Finnbogi, þá kemur þú með.. þú getur verið staðgengill GeðKortsins. Passaðu bara að hafa nóg af verkjalyfjum; Treo og Ibufen slá t.d. í gegn, teygjubindi og nóg af hælsærisútbúnaði. Bullogsteypa kemur líka ef hún nær að hrista af sér slasast/týnast óttann ;)

október 29, 2006  
Blogger bullogsteypa said...

Hulda mín, þetta er fyrirsláttur hjá mér!

október 29, 2006  
Blogger huldan said...

Ahh.. e-i-n-m-i-t-t ;)

október 30, 2006  
Blogger bullogsteypa said...

Mig langar ekkert smá að vera uppi á fjöllum í frítímanum en er aðallega alltaf að koma af fjöllum!!!

október 30, 2006  
Blogger zeranico said...

eitt er víst og það er það að brúneygðir menn með svartlakkaðar neglur eiga engin erindi upp um fjöll og firnindi, nema þá ef vera skildi til að slasast eða týnast!

Undarleg dægrastytting þykir mér.

október 30, 2006  
Blogger bullogsteypa said...

Ég klöngraðist einu sinni upp á hátt fjall í Aðalvík við Ísafjarðardjúp. Hrasaði smá og hékk í hvönn eins og í Fóstbræðrasögu! Öðlaðist lofthræðslu við þetta sem ég veit ekki hvort að er enn í gangi því ég held ég hafi ekki klifið neitt af viti síðan. Bara setið í jeppa í snarbröttum hlíðum og lokað augunum ...

október 30, 2006  
Blogger bullogsteypa said...

Eru brúneygðir menn með svartlakkaðar neglur karlmenn?

október 31, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Hulda!
Þú ert Wonder-women!
Seint skyldi ég leggja leið mína á fjall hvað þá klukkan 6.30 á laugardagsmorgni!

Þó þykir mér þetta heillandi og er ekki hrædd um að meiða mig né týnast!

En ég tek ofan af þér fyrir nennunni sem þú hefur fyrir þessu ;) það er það sem mig myndi skorta!

október 31, 2006  
Blogger zeranico said...

Ekki ertu þeir drengir svo mikið er víst...

október 31, 2006  
Blogger bullogsteypa said...

Kannski e.k. þvengir?

nóvember 01, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home