þriðjudagur, október 31, 2006

Söngur

..oooog fjallgöngubloggið heldur áfram. Esjan. Aftur. Í dag. Ein. Þá meina ég ein. Ekki hræða á fjallinu nema ég. Ég og ipod. Söng geðveikt hátt og rosa vel. Það er eitthvað með fjöll og söng. Ef Einar Bárða hefði átt leið á Esjuna í dag þá hefði hann gert samning við mig. Alveg bókað. Klárlega. Slökkti þó á ipod-inum þegar ofar dró til að heyra lækjarniðinn. Enda Einar hvergi sjáanlegur.
Söngröddin fékk einnig að njóta sín um kvöldið. Þá í Laugarneskirkju með fagurri og rauðhærðri "eigi kona einsömul" vinkonu minni. Við sungum fallega. Mjög. Unaðslega. Einar lét samt ekki sjá sig þar heldur. Fi-fan*.

(*Fi-fan er norskt orðatiltæki notað til að lýsa óánægju/svekkelsi á andlegum útivistardögum þegar umbinn lætur ekki sjá sig)

7 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

þvílíkur dugnaður í þér stelpa, við verðum að taka alla vega eitt stykki fjall saman þegar ég hressist :)
Annars mun ég ef ég verð komin á FULLT skrið reyna við mjög áhugaverða áskorun varðandi fjallgöngur næsta vor, má víst ekki ræða það nánar opinberlega strax en þú ert svo sannarlega velkomin að koma með ef þú hefur áhuga, væri bara gaman að fá aðra stelpu í hópin :) vertu þá bara í sambandi við mig :)
Er annars ekkert smá stolt af þér ;)
kær kveðja
Stína Skáfrænka!

nóvember 01, 2006  
Blogger huldan said...

Heyrðu ég verð í bandi við þig :)

nóvember 01, 2006  
Blogger bullogsteypa said...

Kannski fæ ég loks söngrödd ef ég geng á fjöll? Það er alveg agalegt þegar ég syng. Fólk þarf allt í einu á klóið og eitthvað sonna...

nóvember 01, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

þú ert svo mikil fjallageit, vertu bara ávallt með farsíma og gps tæki ef veðrið verður kreisí eða ef þú hrapar niður og bein brotna þá er gott að geta hringt á sæta hjálp, lov jú

nóvember 01, 2006  
Blogger huldan said...

Valdís ég lofa að söngröddin kemur ef þú gengur á fjöll. En æfðu þig samt ein fyrst, erfitt fyrir samferðalanga að fara á salerni á fjöllum skilurðu mig..

Sigga ég geng fjöll eins og ég keyri, hægt en örugglega ;)

nóvember 01, 2006  
Blogger bullogsteypa said...

Ætli ég beri ekki harm minn bara í hljóði ...

nóvember 01, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

jihh harkan hjá þér stelpa ...röltandi ein upp á fjöll syngjandi eins og í sound of music...töff...Hulda þú ert töffari :)

nóvember 03, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home