laugardagur, október 07, 2006

Surprise, working breast, Halldór og fl.


Gærdagurinn var sérdeilis skemmtilegur. Seinnipartinum af honum var eytt í návist kvenna. Þvílíkra kvenna. Í tilefni afmælis Barb (a.k.a. Barb Hoofey hin ameríska) var slegið til óvænts teboðs í Grafarvoginum. Kökur og kræsingar. Barb var boðuð heim til vinkonu sinnar í ákveðnum (upplognum) erindagjörðum. Í eldhúsinu beið hópur kvenna sem byrjaði að klappa um leið og hún gekk þangað inn. Svipurinn á henni!! Grunaði ekki Gvend. Óborganlegt augnablik. Teboðið var magnificent. Út-að-borða var brjálað. Kaffihúsið frábært. Fráhábærar konur. Hlegið frá kl. 16:30 til 00:30. Endalaust stuð.

e.s. Hey stelpur, er það þessi Halldór?

7 Comments:

Blogger bullogsteypa said...

Mér finnst félagsskapur kvenna æði þó ég sé stundum strákaflenna.

október 07, 2006  
Blogger huldan said...

Sammála, ég er líka strákaflenna en konur eru góðar líka ;)

október 07, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Nú svo tetta er Halldór?? Og ég sem hélt tetta væri "Steindór bródir".

október 08, 2006  
Blogger huldan said...

Eðlilegt að þú hafir ruglast á þeim, enda er um þá er rætt mætti halda að um einn og sama manninn væri að ræða..

október 08, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Hmmm... Halldór hvað? Hélt þú værir hætt að rúlla uppá hárið?

Btw. Konur eru konum bestar og hana nú!

október 08, 2006  
Blogger huldan said...

Díana ég rúlla aldrei upp á hárið á blogginu, aðeins eyeball to eyeball. Eða hvað, þetta er athyglisvert.. gerir maður það kannski hér líka.. hmmm, pæling. Held ég verði að fara með hárið uppsett út á lífið hér eftir, a.m.k. í smá tíma, meðan aðlögun á sér stað ;)

október 08, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

ohhh þetta var bara brjálað gaman!
Takk takk stelpur fyrir þetta :)
Jiminnnn ég get lifað lengi á þessu... EN ÞÓ EKKI ENDALAUST svo við þurfum að endurtaka leikinn en þá kannski með minna af lygum stelpur!! Óheiðarleikinn kemur ykkur á fyllerí !!

október 09, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home