Til hamingju með afmælið elsku frændi
Vona að dagurinn verði þér góður og að mamma hafi bakað köku fyrir litla snúðinn sinn. Þú þarft ekkert að hafa áhyggjur af því að vera ekki genginn út þó þú sért orðinn 27 ára, þetta kemur allt. Ég skal kynna þig fyrir öllum einhleypu vinkonum mínum í 25 ára afmælinu mínu í janúar. Þú lofar þá að koma, annars kynni ég þig ekki fyrir neinni.. ehh já.
Bið að heilsa til Danmerkur :)
Bið að heilsa til Danmerkur :)
4 Comments:
Takk elsku frænka mín, og þegar ég kem í afmælið þitt (sem tvítugur að aldri) þá mun ég gera mitt besta að höstla vínkonur þínar :)
ps. Mamma bakaði súkkulaðiskúffuköku handa mér eins og er búinn að grenja yfir í mánuð ;)
Og dagurinn er búinn að vera fínn, alveg að koma haust hérna í dk :)
Fyrst þú kemur sem tvítugur ungur maður er eins gott að allar vinkonur mínar hafi séð Prime, en það er einmitt mynd um miðaldra konu með gráa fiðringinn.. ekki að vinkonur mínur séu miðaldra sko *hóst*
já í guðana bænum Hulda mín farðu nú að hjálpa honum frænda þínum að ganga út, meira segja er hann Arnlaugur farinn að hafa áhyggjur af pabba sínum og þá er nú mikið sagt, hahahaha!!! Er eitthvað orðin hræddur um að hann fái aldrei fósturmömmu og er ekki alveg sáttur við að Linda systir sín eigi fleiri foreldra en hann, hehe!!
Ég reyni Stína, ég reyni. Það hefur reynst ómögulegt um skeið sökum landfræðilegrar staðsetningar piltsins, en fyrst kannski er von á honum bráðlega þá mun ég leggja mitt af mörkum.
Það gengur auðvitað ekki að Linda eigi fleiri foreldra en Arnlaugur, þetta þarf að vera jafnt ;)
Skrifa ummæli
<< Home