fimmtudagur, nóvember 30, 2006
Jæja nú fer gúrkubloggtíð senn að ljúka. Enda alveg gasalegur spenningur í gangi. Bóklegt ísklifurnámskeið í kvöld. Lærði allskyns hnúta og brögð. Verklegi hlutinn verður á Sólheimajökli á laugardag. Mæting kl. 0700. Jössen. Farið verður á einkabílum. Vonandi ekki mínum þó. Nei tæplega. Enda virðist stórlega vanta bílaumhirðu genið í mig. Líður eflaust ekki á löngu þar til einhver góðborgari hringir í bílaverndarnefnd og bíllinn verður hirtur af mér sökum vanrækslu. Ég er t.d. á sumardekkjum. Ég hefði getað lært eitthvað þegar ég rann niður brekku í Hafnarfirði fyrir nokkru og hálf velti bílnum. Ákvað að læra af þessu. Hætti svo við. Vetrardekkin komust þó í aftursætið á Yarisnum og ég hefði alveg verið búin að skipta ef það hefði ekki verið svona löng röð á bílaumskiptidekkjarverkstæðinu. Svo hlýnaði allt í einu. Dekkin enn í aftursætinu. Það truflar mig ekkert. Ég tek bara ekki marga farþega í einu. En hey, hver þarf þess. Þó þótti mér full harkalega að mér vegið í morgun þegar ég fór út. Löggan greinilega eitthvað að þvælast fyrir utan hjá mér um hánótt og skellti gulum miða í hliðarrúðuna og öðrum yfir skoðunarmiðann. Nú á að þvinga mig með bílinn í skoðun. Ég man aldrei bílnúmerið mitt. Óþarft að leggja slíkt á minnið. Þarf greinilega að leggja síðustu töluna á minnið. Það fækkar kannski gulu miðunum á bílnum. Eða þó. Leiðinlegt svona bíladót. Ég er hreinlega ekki manneskja sem á að vera að ómaka sig yfir svona smámunum. Refsivöndur laganna er mér klárlega ósammála. Svei´onum.
fimmtudagur, nóvember 23, 2006
Hlaupahópurinn S.M.T.F.
Hlaupahópurinn Stundum-má-taka-frí skokkaði ekki af stað í morgun. Mættir: 0.
Suma morgna líður konu svo vel í hlýju rúminu að hún tímir ekki framúr. Þetta var einn slíkur morgun. Enda þakkargjörðarhátíðin hafin. Samkennd með U.S.A. vinum (Auja, Gísli, Björn, Ástgeir, Óli, Ásdís og Doddi) sem ég óska gleði um helgina. Kalkúnn, þakklæti og ekki-vakna-kl.5:30. Jibbí-kóla.
Suma morgna líður konu svo vel í hlýju rúminu að hún tímir ekki framúr. Þetta var einn slíkur morgun. Enda þakkargjörðarhátíðin hafin. Samkennd með U.S.A. vinum (Auja, Gísli, Björn, Ástgeir, Óli, Ásdís og Doddi) sem ég óska gleði um helgina. Kalkúnn, þakklæti og ekki-vakna-kl.5:30. Jibbí-kóla.
mánudagur, nóvember 20, 2006
H.Ú.
Hlaupahópurinn Úthald skokkaði af stað kl. 06:15 í morgun. Talsvert erfitt sökum snjóskafla, en ákaflega skemmtilegt. Þó er göngustígur nær Breiðholti vel ruddur og auðvelt að spretta úr spori þar, enda frábært skokkveður í morgun.
Mættir: 1 (ok þetta fer alveg að verða þreyttur djókur, ekki alveg strax samt).
Formaður óskar eftir aðstoð; ipod playlistinn er orðinn þreyttur, of væminn, en þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir gengur ekkert að útbúa nýjan lista (formaður mun ekki sjálfur hafa útbúið playlistann sem fyrir er, en það var gert af öðrum manni yfir Atlantshafi nú í haust). Fólk með þekkingu á ipod-fræðum vinsamlegast gefi sig fram við formann.
(Að lokum vil ég minna hlaupafélagana með veiku hnén og aðra minniháttar slappleika á að mæta. Ef e-ð stórtækt á að gerast sumarið mikla 2007 þá er mál að linni. Þetta er komið gott. Fríið er búið. Fyrir margt löngu. Urrr)
Mættir: 1 (ok þetta fer alveg að verða þreyttur djókur, ekki alveg strax samt).
Formaður óskar eftir aðstoð; ipod playlistinn er orðinn þreyttur, of væminn, en þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir gengur ekkert að útbúa nýjan lista (formaður mun ekki sjálfur hafa útbúið playlistann sem fyrir er, en það var gert af öðrum manni yfir Atlantshafi nú í haust). Fólk með þekkingu á ipod-fræðum vinsamlegast gefi sig fram við formann.
(Að lokum vil ég minna hlaupafélagana með veiku hnén og aðra minniháttar slappleika á að mæta. Ef e-ð stórtækt á að gerast sumarið mikla 2007 þá er mál að linni. Þetta er komið gott. Fríið er búið. Fyrir margt löngu. Urrr)
laugardagur, nóvember 18, 2006
Snjókorn falla...
Fyrstu snjókorn vetrarins..

Hressar píur í Bootcamp gleði kvöldsins.
(myndir gleðinnar eru hér, já eða neðsti linkur "myndir03")

Hressar píur í Bootcamp gleði kvöldsins.
(myndir gleðinnar eru hér, já eða neðsti linkur "myndir03")

af sykurmolum og öðrum molum..
Afmælistónleikar Sykurmolana í gær. Hugulsamur vinur gaukaði að mér boðsmiða og ber ég honum miklar þakkir fyrir. Skemmti mér konunglega. Rífandi stemning í L-höllinni. Rass, en það var eitt upphitunarbandið, var algjör snilld. S-molarnir sjálfir stóðu algjörlega fyrir sínu. Eitt af því skemmtilegasta var þó að ég hitti systur hugulsama vinarins, og eftir talsverð heilabrot kveiknaði á perunum. Sumarið 1996 á Jersey. Nokkrar íslenskar stelpur ákvaðu að gerast au-pair á Jersey það árið. Mikið grín og mikið glens og mikið af mörgu öðru *hóst*. Systurina hafði ég ekki hitt í 10 ár, fyrr en í gær.
Lífið er bara svona skemmtilegt.
Lífið er bara svona skemmtilegt.
fimmtudagur, nóvember 16, 2006
Staðfesta
Hlaupahópurinn Úthald sýndi hvers hann var megnuður í morgun. Kl. 06:15 var skokkað af stað í 8° frosti og hávaðaroki. Hlaupið var talsvert hratt sökum kulda, sem kom sér þ.a.l. nokkuð vel. Úr heita pottinum var fylgst með fólkinu sem mætir á hverjum morgni sama hvað og gerir Mueller-æfingarnar sínar. Aðdáun. Orðið úthald fær sífellt nýja og dýpri merkingu, og var það hugleiðing morgunsins. Í gufunni var formaður Hlaupahópsins Úthald kosinn við einróma stuðning og öllum greiddum atkvæðum.
Mættir: 1.
Mættir: 1.
þriðjudagur, nóvember 14, 2006
Úthald
Hlaupaklúbburinn Úthald hittist í morgun kl. 06:00. Mættir voru einn. Ég. Ein. Mig hafði þó rennt í grun að ég myndi sjá um úthaldið fyrir gaurana og hlóð því ipodinn minn um nóttina. Ég trúi því að þeir mæti næst. Og þar næst. Og þarþar næst. Ef ég hætti að trúa því þá gæti hausinn farið að spila með mig og ég gæti snúsað vekjarann til kl. 8. Meðan ég er að koma mér í gang og venja mig á að vakna svona ELDsnemma þá verð ég að halda að ég sé að fara að hitta einhvern. Þegar ég er mætt á staðinn þá skiptir litlu hvort ég hlaupi ein eða ekki. Málið er að koma sér á lappir. Reyndar finnst mér það ekkert erfitt lengur. Ég fer snemma að sofa og vakna snemma. Ósköp einfalt. Fyrst fannst mér aðeins ógnvekjandi að skokka ein í myrkrinu fjarri húsabyggð. En þá hækkaði ég í græjunum og gleymdi mér. Enda með öryggistækið í vasanum, eins og planað var á síðasta hlaupafundi. Naut mín svo sannarlega. Leit þó nokkrum sinnum um öxl, enda horfði ég talsvert á Law & order hér í gamla daga. Skokkarinn í garðinum er vinsælt efni. Sá mannveru hlaupandi á eftir mér. Hélt um stund að það væri Valdís í krumpugallanum. En það var ekki Valdís. Bömmer.
Til að toppa villta lífefnið fór ég með nokkrum góðum vinkonum á kyrrðarstund í Laugarneskirkju. Það var planið. En allt í einu vorum við staddar á málþingi Náttúrulækningafélags Íslands. Merkilegt nokk. Það var fræðandi.
Vegir guðs eru sannarlega órannsakanlegir.
Til að toppa villta lífefnið fór ég með nokkrum góðum vinkonum á kyrrðarstund í Laugarneskirkju. Það var planið. En allt í einu vorum við staddar á málþingi Náttúrulækningafélags Íslands. Merkilegt nokk. Það var fræðandi.
Vegir guðs eru sannarlega órannsakanlegir.
sunnudagur, nóvember 12, 2006
þriðjudagur, nóvember 07, 2006
Ísal#
Í morgun kl. 06:00 átti Ísl. al#aklúbburinnn stefnumót. Árbæjarlaug var staðurinn. Sumir mættu alltof snemma (skilyrt hegðun; í Lærða skólanum fengu menn refsingu fyrir óstundvísi). Aðrir mættu tímanlega (enda gleymdu þeir aukaskóm). Enn aðrir mættu rétt rúmlega (keyra hægt, mikil umferð) og lestina rak gaurinn sem aldrei hefur farið í Árbæjarlaug og keyrir um á bíl frá miðri síðustu öld.
Ákveðið var að hlaupa stífluhringinn. Samhliða skokk til að byrja með. Svo fór að teygjast aðeins úr. Lolli lappalangi hljóp fyrstur manna. Hann hægði þó aðeins á sér til að hrófla ekki við meini hógværa mannsins og fimleikadrengsins. Unga stúlkan skokkaði síðust í röðinni og naut sín í einverunni. Horfði á eftir piltunum þar til þeir hurfu úr augsýn, etjandi kappi við hvorn annan. Á endastöðinni rann þó keppnisskapið af þeim og þeir höfðu áhyggjur af ungu stúlkunni sem hafði víst verið með í för. "Hulda, Hulda, ertu þarna?" gall við og unga stúlkan fann til smæðar sinnar. Höfðu þeir þá ákveðið að næst skyldi öryggishnappur vera með í för, þar sem hættulegt er fyrir ungar stúlkur að skokka í hálku og myrkri. Hún gæti hrasað og hruflað á sér hnéð, eða enn verra, nögl gæti brotnað. Unga frúin tók nettan blótsyrðapakka í hausnum sem hefði meira að segja fengið FrúarKortið til að roðna, en sá fljótlega að sér og samþykkti að vera a.m.k. með síma á sér næst. Auðmýkt.
Eftir öryggismálafund var haldið í pottana. Eftir óábyrgt neyslutal í eimbaðinu var haldinn samviskufundur í heitasta pottinum. Eftir talsvert tiltal og gríðarlegan þrýsting frá stjórninni tók hógværi maðurinn að sér formennsku í Ísl. al#aklúbbnum. Öll tímabilin. Það þótti sýna mikla auðmýkt af hans hálfu, en þeir sem til þekkja vita að hógværi maðurinn er alls ekki fyrir slíkt framapot. Unga stúlkan verður formaður vefnefndar og gjaldkeri, enda hefur hún sýnt afburðasnilli við rukkun vegtolla. Lolli tekur sæti í stjórninni og mun hann gegna formennsku drykkjarnefndar, en hann mun vel að því starfi kominn eftir vatnaleiðangurinn á Fimmvörðuhálsi. Fimmleikastrákurinn verður formaður teygjunefndar, en teygjur hans hafa vakið lukku og kátínu meðal stjórnarinnar. Viðskiptafræðingurinn er heilsari, en mögulega gefst honum færi á að bjóða sig fram í annað embætti á næsta samviskufundi. Skilyrðið er þó að mæta. Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu Ísl. al#aklúbbsins, en hún mun fara í loftið fljótlega.
Ákveðið var að hlaupa stífluhringinn. Samhliða skokk til að byrja með. Svo fór að teygjast aðeins úr. Lolli lappalangi hljóp fyrstur manna. Hann hægði þó aðeins á sér til að hrófla ekki við meini hógværa mannsins og fimleikadrengsins. Unga stúlkan skokkaði síðust í röðinni og naut sín í einverunni. Horfði á eftir piltunum þar til þeir hurfu úr augsýn, etjandi kappi við hvorn annan. Á endastöðinni rann þó keppnisskapið af þeim og þeir höfðu áhyggjur af ungu stúlkunni sem hafði víst verið með í för. "Hulda, Hulda, ertu þarna?" gall við og unga stúlkan fann til smæðar sinnar. Höfðu þeir þá ákveðið að næst skyldi öryggishnappur vera með í för, þar sem hættulegt er fyrir ungar stúlkur að skokka í hálku og myrkri. Hún gæti hrasað og hruflað á sér hnéð, eða enn verra, nögl gæti brotnað. Unga frúin tók nettan blótsyrðapakka í hausnum sem hefði meira að segja fengið FrúarKortið til að roðna, en sá fljótlega að sér og samþykkti að vera a.m.k. með síma á sér næst. Auðmýkt.
Eftir öryggismálafund var haldið í pottana. Eftir óábyrgt neyslutal í eimbaðinu var haldinn samviskufundur í heitasta pottinum. Eftir talsvert tiltal og gríðarlegan þrýsting frá stjórninni tók hógværi maðurinn að sér formennsku í Ísl. al#aklúbbnum. Öll tímabilin. Það þótti sýna mikla auðmýkt af hans hálfu, en þeir sem til þekkja vita að hógværi maðurinn er alls ekki fyrir slíkt framapot. Unga stúlkan verður formaður vefnefndar og gjaldkeri, enda hefur hún sýnt afburðasnilli við rukkun vegtolla. Lolli tekur sæti í stjórninni og mun hann gegna formennsku drykkjarnefndar, en hann mun vel að því starfi kominn eftir vatnaleiðangurinn á Fimmvörðuhálsi. Fimmleikastrákurinn verður formaður teygjunefndar, en teygjur hans hafa vakið lukku og kátínu meðal stjórnarinnar. Viðskiptafræðingurinn er heilsari, en mögulega gefst honum færi á að bjóða sig fram í annað embætti á næsta samviskufundi. Skilyrðið er þó að mæta. Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu Ísl. al#aklúbbsins, en hún mun fara í loftið fljótlega.
mánudagur, nóvember 06, 2006
Auðmýkt
Í dag fylltist ég mikilli auðmýkt. Ég ákvað, eftir langa ójafnréttisstefnu hér hægra megin, að hleypa nokkrum vel völdum karlmönnum í linkahópinn.
Fyrst ber að nefna Geira rokk, gengur einnig undir nöfnunum Ástgeir, Bubbi byggir, Carpachio og Jógatröllið. En kappinn sá mun vera með hæstu mönnum veraldar. Hann skorar körfur eins og enginn annar og afsannar kenninguna "white man can´t jump". Einnig er hann myndarlegri en flestir og stúlkur hafa lýst ásjónu hans sem "meitluð úr steini". Geiri rokk hefur það fram yfir flesta karlmenn að þekkja flest, ef ekki öll, mín leyndarmál. Enda einungis mikill karlmaður sem getur borið þær byrðar. Eins er Geiri einstaklega vel ættaður, og því vel við hæfi að hann tróni efstur karlmanna á hægri vængnum. Helsti ókostur Geira er að hann býr langt í burtu, nánar tiltekið í Seattle.. og er helst til latur að blogga. En honum til fulltingis er Bateman og saman mynda þeir fallega bloggheild.
Þar á eftir koma svo kapparnir Siggisiggibangbang og Zeranico. Ég þekki þá ekki svo vel en þeir eiga það sameiginlegt að hafa komið mér til að hlæja, skellihlæja, springa-úr-hlátri-hlæja, í flest skipti sem ég hef hitt þá. Hvor á sinn háttinn þó.
Það er nefnilega svoleiðis.
Fyrst ber að nefna Geira rokk, gengur einnig undir nöfnunum Ástgeir, Bubbi byggir, Carpachio og Jógatröllið. En kappinn sá mun vera með hæstu mönnum veraldar. Hann skorar körfur eins og enginn annar og afsannar kenninguna "white man can´t jump". Einnig er hann myndarlegri en flestir og stúlkur hafa lýst ásjónu hans sem "meitluð úr steini". Geiri rokk hefur það fram yfir flesta karlmenn að þekkja flest, ef ekki öll, mín leyndarmál. Enda einungis mikill karlmaður sem getur borið þær byrðar. Eins er Geiri einstaklega vel ættaður, og því vel við hæfi að hann tróni efstur karlmanna á hægri vængnum. Helsti ókostur Geira er að hann býr langt í burtu, nánar tiltekið í Seattle.. og er helst til latur að blogga. En honum til fulltingis er Bateman og saman mynda þeir fallega bloggheild.
Þar á eftir koma svo kapparnir Siggisiggibangbang og Zeranico. Ég þekki þá ekki svo vel en þeir eiga það sameiginlegt að hafa komið mér til að hlæja, skellihlæja, springa-úr-hlátri-hlæja, í flest skipti sem ég hef hitt þá. Hvor á sinn háttinn þó.
Það er nefnilega svoleiðis.
sunnudagur, nóvember 05, 2006
out of africa
bloggandleysan í hámarki á þessum bæ. gjörsamlega. annars notalegt að kúra í morgun í óveðrinu. ákveða að nýta daginn í fullkomna slökun. skjótast til bókmenntakonunnar á nesinu og fá lánaða "fimm manneskjur sem þú hittir á himnum". algjör snilld til lestrar undir teppi uppi í sófa. tala við lolla skipulagða og fá smá fiðring í magann yfir fyrirhugaðri fjallaferð að ári. hugmynd í fæðingu. afríka. sjá sólarupprás sólarupprásanna. fara aðeins lengra með dæmið. plan-skipulag-undirbúningur. fara í mat til siggu og gumma. fá fullan poka af rófum. eignast rófusponsor. gott að sigga kynntist sveitapilti. smita siggu og gumma af afríkulöngun. dást að pallinum sem gummi er að smíða. steikja rófur. mmm. borða fisk. mmm. hlæja. hahaha. lesa um afríku. hæsta fjallið. safaríferðir og villt dýralíf. láta hugann reika. dreymin. yndislegt. góða nótt. god bless.