laugardagur, nóvember 18, 2006

af sykurmolum og öðrum molum..

Afmælistónleikar Sykurmolana í gær. Hugulsamur vinur gaukaði að mér boðsmiða og ber ég honum miklar þakkir fyrir. Skemmti mér konunglega. Rífandi stemning í L-höllinni. Rass, en það var eitt upphitunarbandið, var algjör snilld. S-molarnir sjálfir stóðu algjörlega fyrir sínu. Eitt af því skemmtilegasta var þó að ég hitti systur hugulsama vinarins, og eftir talsverð heilabrot kveiknaði á perunum. Sumarið 1996 á Jersey. Nokkrar íslenskar stelpur ákvaðu að gerast au-pair á Jersey það árið. Mikið grín og mikið glens og mikið af mörgu öðru *hóst*. Systurina hafði ég ekki hitt í 10 ár, fyrr en í gær.
Lífið er bara svona skemmtilegt.

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Skv. barnsföður mínum voru tónleikarnir vel heppnaðir. Tek mark og þér og honum ;) Ég á oftast erfitt með svona rosalegt fjölmenni. T.d. tekur þá enginn eftir MÉR!

nóvember 19, 2006  
Blogger huldan said...

Trúðu mér, eftir þér er tekið.. ;)

nóvember 19, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Sæl sæta!

Gaman að hitta þig á molunum og mikið var dimmt þarna inni svo að við vorum báðar lengi að kveikja á perunni! hehe...er að hlaða myndunum inn....þær eru ekki mjög góðar en samt...

knússar,

Eydís.

nóvember 19, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Mér finnst eins og það vanti orðið "ekki" þarna í færsluna ;)

nóvember 19, 2006  
Blogger huldan said...

BINGÓ!!

nóvember 19, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home