mánudagur, nóvember 06, 2006

Auðmýkt

Í dag fylltist ég mikilli auðmýkt. Ég ákvað, eftir langa ójafnréttisstefnu hér hægra megin, að hleypa nokkrum vel völdum karlmönnum í linkahópinn.
Fyrst ber að nefna Geira rokk, gengur einnig undir nöfnunum Ástgeir, Bubbi byggir, Carpachio og Jógatröllið. En kappinn sá mun vera með hæstu mönnum veraldar. Hann skorar körfur eins og enginn annar og afsannar kenninguna "white man can´t jump". Einnig er hann myndarlegri en flestir og stúlkur hafa lýst ásjónu hans sem "meitluð úr steini". Geiri rokk hefur það fram yfir flesta karlmenn að þekkja flest, ef ekki öll, mín leyndarmál. Enda einungis mikill karlmaður sem getur borið þær byrðar. Eins er Geiri einstaklega vel ættaður, og því vel við hæfi að hann tróni efstur karlmanna á hægri vængnum. Helsti ókostur Geira er að hann býr langt í burtu, nánar tiltekið í Seattle.. og er helst til latur að blogga. En honum til fulltingis er Bateman og saman mynda þeir fallega bloggheild.
Þar á eftir koma svo kapparnir Siggisiggibangbang og Zeranico. Ég þekki þá ekki svo vel en þeir eiga það sameiginlegt að hafa komið mér til að hlæja, skellihlæja, springa-úr-hlátri-hlæja, í flest skipti sem ég hef hitt þá. Hvor á sinn háttinn þó.
Það er nefnilega svoleiðis.

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

þú ert vissulega auðmjúk Hulda fagra!

nóvember 06, 2006  
Blogger huldan said...

Já barbí sæta, þetta tekur talsverða vinnu,.. en það kemur, karlmenn eru ágætis grey ;)

nóvember 06, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Nú get ég ekki lengur leitað til þín til að bæta við öllum æðislegu gaurunum sem ég þekki því ég skipti um kerfi og þó það sé á íslensku þá mistókst að setja inn aðra bloggara. Setti þig inn og nokkra aðra og þið eruð þarna ósýnileg!

nóvember 06, 2006  
Blogger zeranico said...

Auðmýkt er stórlega ofmetin finnst mér, þú ert samt góð stelpa og mikill kvenkostur ... þú ættir að fá svona mann sem kann að jömpa og allt þetta sem þú taldir upp, segðu þessum Guði það frá mér að það sé tími til kominn að þú farir að fá að njóta ávaxta erfiðisins, its time to kick back and relax a bit haaaa!

nóvember 09, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home