sunnudagur, nóvember 05, 2006

out of africa

bloggandleysan í hámarki á þessum bæ. gjörsamlega. annars notalegt að kúra í morgun í óveðrinu. ákveða að nýta daginn í fullkomna slökun. skjótast til bókmenntakonunnar á nesinu og fá lánaða "fimm manneskjur sem þú hittir á himnum". algjör snilld til lestrar undir teppi uppi í sófa. tala við lolla skipulagða og fá smá fiðring í magann yfir fyrirhugaðri fjallaferð að ári. hugmynd í fæðingu. afríka. sjá sólarupprás sólarupprásanna. fara aðeins lengra með dæmið. plan-skipulag-undirbúningur. fara í mat til siggu og gumma. fá fullan poka af rófum. eignast rófusponsor. gott að sigga kynntist sveitapilti. smita siggu og gumma af afríkulöngun. dást að pallinum sem gummi er að smíða. steikja rófur. mmm. borða fisk. mmm. hlæja. hahaha. lesa um afríku. hæsta fjallið. safaríferðir og villt dýralíf. láta hugann reika. dreymin. yndislegt. góða nótt. god bless.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home