Ísal#
Í morgun kl. 06:00 átti Ísl. al#aklúbburinnn stefnumót. Árbæjarlaug var staðurinn. Sumir mættu alltof snemma (skilyrt hegðun; í Lærða skólanum fengu menn refsingu fyrir óstundvísi). Aðrir mættu tímanlega (enda gleymdu þeir aukaskóm). Enn aðrir mættu rétt rúmlega (keyra hægt, mikil umferð) og lestina rak gaurinn sem aldrei hefur farið í Árbæjarlaug og keyrir um á bíl frá miðri síðustu öld.
Ákveðið var að hlaupa stífluhringinn. Samhliða skokk til að byrja með. Svo fór að teygjast aðeins úr. Lolli lappalangi hljóp fyrstur manna. Hann hægði þó aðeins á sér til að hrófla ekki við meini hógværa mannsins og fimleikadrengsins. Unga stúlkan skokkaði síðust í röðinni og naut sín í einverunni. Horfði á eftir piltunum þar til þeir hurfu úr augsýn, etjandi kappi við hvorn annan. Á endastöðinni rann þó keppnisskapið af þeim og þeir höfðu áhyggjur af ungu stúlkunni sem hafði víst verið með í för. "Hulda, Hulda, ertu þarna?" gall við og unga stúlkan fann til smæðar sinnar. Höfðu þeir þá ákveðið að næst skyldi öryggishnappur vera með í för, þar sem hættulegt er fyrir ungar stúlkur að skokka í hálku og myrkri. Hún gæti hrasað og hruflað á sér hnéð, eða enn verra, nögl gæti brotnað. Unga frúin tók nettan blótsyrðapakka í hausnum sem hefði meira að segja fengið FrúarKortið til að roðna, en sá fljótlega að sér og samþykkti að vera a.m.k. með síma á sér næst. Auðmýkt.
Eftir öryggismálafund var haldið í pottana. Eftir óábyrgt neyslutal í eimbaðinu var haldinn samviskufundur í heitasta pottinum. Eftir talsvert tiltal og gríðarlegan þrýsting frá stjórninni tók hógværi maðurinn að sér formennsku í Ísl. al#aklúbbnum. Öll tímabilin. Það þótti sýna mikla auðmýkt af hans hálfu, en þeir sem til þekkja vita að hógværi maðurinn er alls ekki fyrir slíkt framapot. Unga stúlkan verður formaður vefnefndar og gjaldkeri, enda hefur hún sýnt afburðasnilli við rukkun vegtolla. Lolli tekur sæti í stjórninni og mun hann gegna formennsku drykkjarnefndar, en hann mun vel að því starfi kominn eftir vatnaleiðangurinn á Fimmvörðuhálsi. Fimmleikastrákurinn verður formaður teygjunefndar, en teygjur hans hafa vakið lukku og kátínu meðal stjórnarinnar. Viðskiptafræðingurinn er heilsari, en mögulega gefst honum færi á að bjóða sig fram í annað embætti á næsta samviskufundi. Skilyrðið er þó að mæta. Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu Ísl. al#aklúbbsins, en hún mun fara í loftið fljótlega.
Ákveðið var að hlaupa stífluhringinn. Samhliða skokk til að byrja með. Svo fór að teygjast aðeins úr. Lolli lappalangi hljóp fyrstur manna. Hann hægði þó aðeins á sér til að hrófla ekki við meini hógværa mannsins og fimleikadrengsins. Unga stúlkan skokkaði síðust í röðinni og naut sín í einverunni. Horfði á eftir piltunum þar til þeir hurfu úr augsýn, etjandi kappi við hvorn annan. Á endastöðinni rann þó keppnisskapið af þeim og þeir höfðu áhyggjur af ungu stúlkunni sem hafði víst verið með í för. "Hulda, Hulda, ertu þarna?" gall við og unga stúlkan fann til smæðar sinnar. Höfðu þeir þá ákveðið að næst skyldi öryggishnappur vera með í för, þar sem hættulegt er fyrir ungar stúlkur að skokka í hálku og myrkri. Hún gæti hrasað og hruflað á sér hnéð, eða enn verra, nögl gæti brotnað. Unga frúin tók nettan blótsyrðapakka í hausnum sem hefði meira að segja fengið FrúarKortið til að roðna, en sá fljótlega að sér og samþykkti að vera a.m.k. með síma á sér næst. Auðmýkt.
Eftir öryggismálafund var haldið í pottana. Eftir óábyrgt neyslutal í eimbaðinu var haldinn samviskufundur í heitasta pottinum. Eftir talsvert tiltal og gríðarlegan þrýsting frá stjórninni tók hógværi maðurinn að sér formennsku í Ísl. al#aklúbbnum. Öll tímabilin. Það þótti sýna mikla auðmýkt af hans hálfu, en þeir sem til þekkja vita að hógværi maðurinn er alls ekki fyrir slíkt framapot. Unga stúlkan verður formaður vefnefndar og gjaldkeri, enda hefur hún sýnt afburðasnilli við rukkun vegtolla. Lolli tekur sæti í stjórninni og mun hann gegna formennsku drykkjarnefndar, en hann mun vel að því starfi kominn eftir vatnaleiðangurinn á Fimmvörðuhálsi. Fimmleikastrákurinn verður formaður teygjunefndar, en teygjur hans hafa vakið lukku og kátínu meðal stjórnarinnar. Viðskiptafræðingurinn er heilsari, en mögulega gefst honum færi á að bjóða sig fram í annað embætti á næsta samviskufundi. Skilyrðið er þó að mæta. Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu Ísl. al#aklúbbsins, en hún mun fara í loftið fljótlega.
4 Comments:
Þið eruð heljarmenni og þú ert heljarkvendi. Ég gæti ekki hugsað mér að brjóta nögl við iðkun sem þessa. Úff. Ég meina brotnar neglur? Hvað næst??
Á þetta í alvöru að vera fimmleikamaðurinn? 5leika??
Haha, ég fattaði þig ekki, þurfti að lesa yfir. Sé þarna að sá sem var fimleikapilturinn í upphafi varð fimmleikastrákurinn síðar. Innsláttarvilla.. eða freudian slip maske? Maður spyr sig..
e.s. ég átti bágt með mig, en ákvað fyrir rest að leyfa þessu að standa.. gefa fullkomnunaráráttunni langt nef.. heyr heyr! ;)
5leikastrákur er kúl. Ný reynsla. Önnur vídd ...
Ég er komin med fidring í allar tærnar. Tegar ég kem í janúar vil ég fá dagsferd eitthvad út í náttúruna og sælu-sund á eftir. Bókad mál, tú planleggur ad sjálfsøgdu fyrir stóru systur og tekur okkur med. Treystum á tig.
Skrifa ummæli
<< Home