fimmtudagur, nóvember 30, 2006

Ísklifur og bílastúss

Jæja nú fer gúrkubloggtíð senn að ljúka. Enda alveg gasalegur spenningur í gangi. Bóklegt ísklifurnámskeið í kvöld. Lærði allskyns hnúta og brögð. Verklegi hlutinn verður á Sólheimajökli á laugardag. Mæting kl. 0700. Jössen. Farið verður á einkabílum. Vonandi ekki mínum þó. Nei tæplega. Enda virðist stórlega vanta bílaumhirðu genið í mig. Líður eflaust ekki á löngu þar til einhver góðborgari hringir í bílaverndarnefnd og bíllinn verður hirtur af mér sökum vanrækslu. Ég er t.d. á sumardekkjum. Ég hefði getað lært eitthvað þegar ég rann niður brekku í Hafnarfirði fyrir nokkru og hálf velti bílnum. Ákvað að læra af þessu. Hætti svo við. Vetrardekkin komust þó í aftursætið á Yarisnum og ég hefði alveg verið búin að skipta ef það hefði ekki verið svona löng röð á bílaumskiptidekkjarverkstæðinu. Svo hlýnaði allt í einu. Dekkin enn í aftursætinu. Það truflar mig ekkert. Ég tek bara ekki marga farþega í einu. En hey, hver þarf þess. Þó þótti mér full harkalega að mér vegið í morgun þegar ég fór út. Löggan greinilega eitthvað að þvælast fyrir utan hjá mér um hánótt og skellti gulum miða í hliðarrúðuna og öðrum yfir skoðunarmiðann. Nú á að þvinga mig með bílinn í skoðun. Ég man aldrei bílnúmerið mitt. Óþarft að leggja slíkt á minnið. Þarf greinilega að leggja síðustu töluna á minnið. Það fækkar kannski gulu miðunum á bílnum. Eða þó. Leiðinlegt svona bíladót. Ég er hreinlega ekki manneskja sem á að vera að ómaka sig yfir svona smámunum. Refsivöndur laganna er mér klárlega ósammála. Svei´onum.

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Úff, ég var farin að halda að þú hefðir fengið óvænt bloggfælni og bara gætir ekkert bloggað þrátt fyrir þörf og löngun! Fúll þessi refsivöndur laganna. Oj, bara. Stefnuljós, bílbelti, hámarkshraði og allur sá viðbjóður ;)

desember 01, 2006  
Blogger huldan said...

Ekki fælni, frekar skortur á þörf og löngun. En hann er að ganga tilbaka.. skorturinn þ.e. ;)

desember 01, 2006  
Blogger Anders said...

Hvad sker der Hulda, kalder det at være et ansvarligt medlem af samfundet !!!!! Det kan være du skal sælge din bil og få det et buskort....
Kom ind i kampen og opfør dig som et voksen menneske.

desember 07, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Hvað er að sjá, er byrjað að auglýsa typpastækkunarjúnit hér á heiðvirtum vef þínum?

desember 08, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home