fimmtudagur, nóvember 16, 2006

Staðfesta

Hlaupahópurinn Úthald sýndi hvers hann var megnuður í morgun. Kl. 06:15 var skokkað af stað í 8° frosti og hávaðaroki. Hlaupið var talsvert hratt sökum kulda, sem kom sér þ.a.l. nokkuð vel. Úr heita pottinum var fylgst með fólkinu sem mætir á hverjum morgni sama hvað og gerir Mueller-æfingarnar sínar. Aðdáun. Orðið úthald fær sífellt nýja og dýpri merkingu, og var það hugleiðing morgunsins. Í gufunni var formaður Hlaupahópsins Úthald kosinn við einróma stuðning og öllum greiddum atkvæðum.
Mættir: 1.

12 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Er ekki alveg spurning að hlaupahópurinn hafi sekt á þá sem ekki mæta ;) gætir grætt vel á því miðað við mætingu hingað til!!!

kv. skáfrænkan!

nóvember 16, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég sá þig líka í morgun þegar ég sveif yfir Dalinn. Nú er ég komin í flug og finnst gaman að fylgjast með

nóvember 16, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Telst 1 manneskja sem hópur?

nóvember 16, 2006  
Blogger huldan said...

Já samkvæmt Rúnari V. þá telst manneskja sem hópur sé hún yfir ákveðinni þyngd, þetta er frekar ný skilgreining í félagsfræðinni, skrýtið að þú kannist ekki við þetta, verandi meistari og allt það..

nóvember 16, 2006  
Blogger huldan said...

Já og Stína, þessir gaurar verða að bera ábyrgð á sér sjálfir ;)

Ég skynjaði þig Valdís, I really did ;)

nóvember 16, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

hey en hvað segiru um að breyta til og hlaupa í laugardalnum og fara í pottin í L-lauginni með mér, ég er til og bumbubúinn mundi fíla það líka..humm gott plan ha.

nóvember 16, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Æ, hvað ég er fegin og hlýnar um hjartað. Dáldið lonely til lengdar í aðfluginu...

Auja þekkir þig greinilega lítið!

nóvember 16, 2006  
Blogger huldan said...

Eva: Það er góð hugmynd. Ég sem formaður Úthalds hef samið erfðavenjur fyrir klúbbinn, og þær gera ráð fyrir einræði. En ég gæti boðið þér varaformannssætið, og þar með máttu vera með í ráðum.

Valdís flýgur þá bara yfir Laugardalnum í staðinn. Yfirleitt betri vindátt þar hvort sem er..

nóvember 16, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Já já ekkert mál. Ég er soddan dalalæða hvorteðer.

nóvember 16, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Oo þið erð svo skemmtilegar stelpur. Valdís ég mana þig í að skella þér í skónna og taka skokkið með okkur í staðinn fyrir flugið.

nóvember 16, 2006  
Blogger Ásdís said...

Fyrst þú ert orðin svona mikil útivistarfrík....eigum við þá ekki að stefna á skíði/snjóbretti um jólin? Þ.e.a.s. ef svo viðrar til :)

nóvember 16, 2006  
Blogger huldan said...

Ásdís: Eiginlega já frekar mikið sko.. jibbí kóla ;)

nóvember 16, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home