þriðjudagur, nóvember 14, 2006

Úthald

Hlaupaklúbburinn Úthald hittist í morgun kl. 06:00. Mættir voru einn. Ég. Ein. Mig hafði þó rennt í grun að ég myndi sjá um úthaldið fyrir gaurana og hlóð því ipodinn minn um nóttina. Ég trúi því að þeir mæti næst. Og þar næst. Og þarþar næst. Ef ég hætti að trúa því þá gæti hausinn farið að spila með mig og ég gæti snúsað vekjarann til kl. 8. Meðan ég er að koma mér í gang og venja mig á að vakna svona ELDsnemma þá verð ég að halda að ég sé að fara að hitta einhvern. Þegar ég er mætt á staðinn þá skiptir litlu hvort ég hlaupi ein eða ekki. Málið er að koma sér á lappir. Reyndar finnst mér það ekkert erfitt lengur. Ég fer snemma að sofa og vakna snemma. Ósköp einfalt. Fyrst fannst mér aðeins ógnvekjandi að skokka ein í myrkrinu fjarri húsabyggð. En þá hækkaði ég í græjunum og gleymdi mér. Enda með öryggistækið í vasanum, eins og planað var á síðasta hlaupafundi. Naut mín svo sannarlega. Leit þó nokkrum sinnum um öxl, enda horfði ég talsvert á Law & order hér í gamla daga. Skokkarinn í garðinum er vinsælt efni. Sá mannveru hlaupandi á eftir mér. Hélt um stund að það væri Valdís í krumpugallanum. En það var ekki Valdís. Bömmer.
Til að toppa villta lífefnið fór ég með nokkrum góðum vinkonum á kyrrðarstund í Laugarneskirkju. Það var planið. En allt í einu vorum við staddar á málþingi Náttúrulækningafélags Íslands. Merkilegt nokk. Það var fræðandi.
Vegir guðs eru sannarlega órannsakanlegir.

8 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þetta er frábært,Hulda.

Þú tekur gaurana í nefið og skýst í

gegnum skýin til stjarnanna með

óbilandi metnaði og trú á

hugsjónina.

Kanski ég ætti að kalla þig Jóhönnu

af Örk héðan í frá því þú hefur

sýnt og sannað að þú ert

hörkukvenndi innblásin af eldmóði

og óbilandi krafti.

Svei mér þá að ég íhuga að taka

taka þig til fyrirmyndar.

Finnbogi

nóvember 14, 2006  
Blogger huldan said...

Finnbogi, I like you :)

nóvember 14, 2006  
Blogger Daniel F. said...

Hae, thekki thig ekki neitt en fann siduna i gegnum sidu les Korts.

Skemmtilegt blogg en astaeda commentsins er spurning:

Hvernig headphone ertu ad nota vid Ipodinn thegar thu skokkar?

nóvember 15, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Dugnaðurinn í þér stelpa, váá, og að nenna að fara á fætur kl:6 í þessum kulda, ég ber ómælda virðingu fyrir kraftinum og sjálfsaganum hjá þér ;) ´
Fer nú vonandi að geta tekið eina æfingu eða göngu með þér ;)
KK "skáfrænkan"

nóvember 15, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

En þetta var samt ég - bara ekki í krumpugallanum.

nóvember 15, 2006  
Blogger huldan said...

Daniel: Ég er með ipod nano og nota headphone-ana sem fylgdu honum, bara svona venjulegir litlir sem er stungið í eyrun. Reyndar haldast þeir illa þegar ég er á hreyfingu en ég skokka með húfu eða band og þannig haldast þeir nokkuð á sínum stað.

Stína: Hlakka til ;)

Valdís: Ég veit, vildi bara ekki rústa ímyndinni skilurðu..

nóvember 15, 2006  
Blogger huldan said...

Hey Finnbogi, hvað er msn-ið þitt?

nóvember 15, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Það er torshamar@hotmail.com

En ég vill ekki fá einhverja stalker-a

að sitja fyrir mér!

Finnbogi

nóvember 15, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home