Hátindur
Fræknir fjallagarpar á besta aldri lögðu af stað frá Select kl. 9:15 á annan í jólum. Ekki seinna vænna að losa sig við jólasaltið. Ferðinni var heitið á Esjuna, nánar tiltekið Hátind.
Ferðin var í alla staði hin stórskemmtilegasta. Stiklað var yfir læki. Mannbroddar settir undir og ísaxir teknar úr slíðrum. Sumir bjuggu til bananasplitt, meðan aðrir voru ekki með nesti. Sumir lærðu að setja á sig mannbrodda, meðan aðrir ætluðu að sleppa þeim sökum hættu á buxnaskemmdum. Sumir héldu sig við hópeflið, meðan aðrir ráfuðu einir út í buskann (einstaklingshyggja var víst við lýði í Lærða skólanum). Sumir töluðu mikið, meðan aðrir töluðu minna. Sumir voru hógværir, meðan aðrir útdeildu eiginhandaráritunum. Allir áttu þó sameiginlegt að vera í toppstandi og fantagóðu formi.
Hér er hógvært sýnishorn úr ferðinni, sem sýnir þó engan veginn þann bratta og það líkamlega erfiði sem hópurinn lagði á sig, án þess þó að blása úr nös. (hægt er að smella á myndir til að stækka þær)
Hér má sjá rökkvuð Reykjavíkurljósin í upphafi ferðar.
Elías & Viðar á niðurleið, en gáfu sér tíma í pósu..
..meðan aðrir voru á hraðferð
Ísklifurfélagarnir og góðvinirnir Viðar & Gísli. Sannur kærleikur á ferð.. og einkennandi fyrir ferðina.
Ferðin var í alla staði hin stórskemmtilegasta. Stiklað var yfir læki. Mannbroddar settir undir og ísaxir teknar úr slíðrum. Sumir bjuggu til bananasplitt, meðan aðrir voru ekki með nesti. Sumir lærðu að setja á sig mannbrodda, meðan aðrir ætluðu að sleppa þeim sökum hættu á buxnaskemmdum. Sumir héldu sig við hópeflið, meðan aðrir ráfuðu einir út í buskann (einstaklingshyggja var víst við lýði í Lærða skólanum). Sumir töluðu mikið, meðan aðrir töluðu minna. Sumir voru hógværir, meðan aðrir útdeildu eiginhandaráritunum. Allir áttu þó sameiginlegt að vera í toppstandi og fantagóðu formi.
Hér er hógvært sýnishorn úr ferðinni, sem sýnir þó engan veginn þann bratta og það líkamlega erfiði sem hópurinn lagði á sig, án þess þó að blása úr nös. (hægt er að smella á myndir til að stækka þær)



