comeback

Jæja jæja. Uppteknar konur mega varla vera að því að blogga. Fjallamennska, ísklifur, lestur góðra bóka, andlitsmaskameðferðir, Meatloaf, dekkjaskipting, Bootcamp, vinir, vinkonur, fjölskyldan. Allt þetta tekur tíma. Skellti inn mynd úr ísklifurferð þarsíðustu helgar. Að sjálfsögðu uppstillt. Enda gafst ekki tími til myndatöku þegar á brattan var komið og lífshættulegar aðstæður blöstu við. En þá tilfinningu skiljum auðvitað bara við fagfólkið. Til lítils að ætla að útskýra það hér. Enda hógværð og lítillæti mínir stærstu kostir.

Annars er frú Kort væntanleg til landsins á morgun. Ég hlakka til að hitta hana. Mest hlakka ég þó til að sjá hana í Bootcamp tíma föstudagsins þar sem vel verður tekið á móti henni. Hún þvertekur fyrir að hafa neytt skyndibita af nokkru tagi og segist hlaupa daglega. Við sjáum hvað setur. Spyrjum að leikslokum.
Annars hafa áður óþekktar tilfinningar verið að gerjast innan í mér. Orðin samúð, samhugur og fjölskyldubönd hafa öðlast nýja merkingu. Hjarta mitt krumpast. Áður óþekkt að upplifa þvílíkan kærleika að langa að skipta um hlutskipti. Bítta. Allt til að létta þeim róðurinn sem maður elskar. En ég get það ekki. Það er bara eitt sem ég get gert. Og ég er að því. Treysti því jafnframt af öllu hjarta að allt fari eins og það eigi að fara. Það er góð tilfinning.
Lifið heil.
6 Comments:
Ég mýkist við þennan lestur. Gott að fá þig aftur í bloggheima ;)
Hæ elsku Hulda mín, já maður gerir allt sem hægt er að gera og vildi að maður gæti gert meira! Hugur okkar og vina er hjá þeim og ykkur fjölskyldunni!!! Allir fylgjast vel með... Þætti vænt um að fá að heyra í þér. Vertu í sambandi.
þúsund kossar og knús
KK
Stína
Sætu sætu konur. Ég reyni að hringja í þig í kvöld Stína mín..
Þúrt falleg :)
Bæði hið innra sem hið ytra!
Ef ég væri ekki að fara að giftast einum álitlegum.. þá myndi ég svissa um lið og velja þig ;) hohooooo!!!!
Dem it .. ;)
Nú held ég að þú sért ekki lengur upptekin heldur ,,tekin upp" eða numin á brott ;)
Skrifa ummæli
<< Home