miðvikudagur, desember 27, 2006

Hátindur

Fræknir fjallagarpar á besta aldri lögðu af stað frá Select kl. 9:15 á annan í jólum. Ekki seinna vænna að losa sig við jólasaltið. Ferðinni var heitið á Esjuna, nánar tiltekið Hátind.
Ferðin var í alla staði hin stórskemmtilegasta. Stiklað var yfir læki. Mannbroddar settir undir og ísaxir teknar úr slíðrum. Sumir bjuggu til bananasplitt, meðan aðrir voru ekki með nesti. Sumir lærðu að setja á sig mannbrodda, meðan aðrir ætluðu að sleppa þeim sökum hættu á buxnaskemmdum. Sumir héldu sig við hópeflið, meðan aðrir ráfuðu einir út í buskann (einstaklingshyggja var víst við lýði í Lærða skólanum). Sumir töluðu mikið, meðan aðrir töluðu minna. Sumir voru hógværir, meðan aðrir útdeildu eiginhandaráritunum. Allir áttu þó sameiginlegt að vera í toppstandi og fantagóðu formi.
Hér er hógvært sýnishorn úr ferðinni, sem sýnir þó engan veginn þann bratta og það líkamlega erfiði sem hópurinn lagði á sig, án þess þó að blása úr nös. (hægt er að smella á myndir til að stækka þær) Hér má sjá rökkvuð Reykjavíkurljósin í upphafi ferðar.
Elías & Viðar á niðurleið, en gáfu sér tíma í pósu..
..meðan aðrir voru á hraðferð
Ísklifurfélagarnir og góðvinirnir Viðar & Gísli. Sannur kærleikur á ferð.. og einkennandi fyrir ferðina.

7 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Það var sko aldrei hópefli í Lærða skólanum (MR) allavega ekki fyrir 30 árum!

desember 29, 2006  
Blogger huldan said...

Bíddu eru ekki bara rétt rúm 10 ár síðan þú varst í Lærða?

desember 29, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

He he he. 29 ár síðan ég byrjaði þar ...

desember 30, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Very good site. Thank you!!!

ways to lose body fat


the weight loss patch oprah winfrey used


Good Bye!

janúar 17, 2007  
Anonymous Nafnlaus said...

Bíddu, ég á það til að vera latur bloggari, en halló, halló, halló...

Hvað er að gerast..

janúar 20, 2007  
Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með afmælið útivistarkona!!

janúar 24, 2007  
Anonymous Nafnlaus said...

til hamingju með afmælið Hulda sæta :) Vona að þú hafir átt yndislegan dag knússss AðalHeiða

janúar 24, 2007  

Skrifa ummæli

<< Home