Laugardagur
Þessi laugardagsmorgun hófst kl. 0700 á Esjugöngu. Ansi skemmtilegri. Tveir meðlimir gönguklúbbsins sáu sér fært að mæta, ég og Elli, a.k.a. nýliðarnir. Glerhálkan og kolniðamyrkrið gerði ferðina ævintýralega, plús það að annar ferðalanganna er náttblindur. Höfuðljósið sem lýsti ekki nema um meter frá okkur var því ágætt til síns brúks, um tíma. Við snarvilltumst þegar ofar dró. Sáum ekki glóru. Gengum ofar og ofar og svo í vestur, í leit að stíg og steininum. Duttum bæði nokkrum sinnum á glerhálum steinunum, með tilheyrandi "obbosí" hljóðum (enda er ég talsvert marin eftir ævintýrið, frá rassi og niður á ökkla). Eftir dágott labb og fundum hvorki tangur né tetur af stígum né steini, ákváðum við að halda niður á leið. Töldum okkur nokkuð á réttu róli. Er neðar dró sáum við ljós í fjarska, "bílastæðin" sögðum við bæði upphátt. Löngu síðar kom í ljós að þetta var Kjalarnes. Að vera way of track fékk nýja merkingu. Way way of track. Við tók þá ganga rétt ofan við þjóðveginn frá Kjalarnesi að bílastæðunum. Ansi drjúgur spotti það.
Lærdómur ferðarinnar: 1) Hætta að gera grín að fólki með GPS tæki. 2) Ekki skilja báða síma eftir í bíl í slæmum skilyrðum. 3) Taka fólk alvarlega sem segir "ekki bómullarnærklæðnað á fjöll".
Eftir hvíld og dott fór svo hluti af Einhleypingafélaginu út að borða. Gaman gaman.


Lærdómur ferðarinnar: 1) Hætta að gera grín að fólki með GPS tæki. 2) Ekki skilja báða síma eftir í bíl í slæmum skilyrðum. 3) Taka fólk alvarlega sem segir "ekki bómullarnærklæðnað á fjöll".
Eftir hvíld og dott fór svo hluti af Einhleypingafélaginu út að borða. Gaman gaman.


