föstudagur, janúar 26, 2007

Hæ ég heiti Hulda og er þrítug

Í dag er ég þrjátíu ára. Búin að vera það í 2 daga. Því er við hæfi að blogga. Enda orðin þroskuð ung kona. Eitthvað þráaðist líkaminn við þessum nýja tug og flensan lagði mig í rúmið rétt fyrir stóra daginn. Ég fór þó úr náttbuxunum á afmælisdaginn og tók á móti fjölskyldunni minni, þá að nýloknum boltaleik þar sem Ísland hafði víst sigur. Sökum munnræpu ákveðinna fjölskyldumeðlima varðandi téðan boltaleik fann ég mig knúna til að setja afmælisreglu: "afmælisbarn stjórnar umræðuefni", við litlar undirtektir þó. Ég er greinilega ekki orðin nógu þroskuð fyrir svona boltakast. Mér gæti hreinlega ekki staðið meira á sama.
En góðar og fallegar gjafir fékk ég. Það gladdi mig. Inneignarnótur fyrir fjalladóti frá systrum og sérstökum vinum. Nú get ég dressað mig upp og hætt að vera í láns. Einstök ánægja yfir því. Vinnufélagar slógu saman og gáfu mér inneignarnótu í Kringluna. Orðsending fylgdi: "Núna geturðu bætt í stellið". Stellið?! Matarstell þá?! Bíddu er Ikea í Kringlunni?! Ég verð seint kona sem safnar matarstelli. Inneignina mun ég nota til að kaupa mannbrodda og ísaxir. Ég á mér þó viðreisnar von í kvenleikanum. Litla hjartað mitt tifaði af gleði þegar ég fékk stóran fallegan kertastjaka frá yndislegum vinnu- og Bootcampfélaga. Ég get alveg verið kvenleg þegar ég tek mig til. Stóra afmælisteiti okkar systra er þó ekki fyrr en í júní og munu frekari afmælisfregnir birtast þá.
Annars var ég fyrsta konan sem steig á topp Esjunnar árið 2007. Ég skal sko segja ykkur það. Alveg fáránlega snemma, eða kl. 7 á nýársmorgun, lagði fjallahópurinn minn af stað á Esjuna. Búin höfuðljósum og öðrum búnaði. Það var ennþá dimmt þegar við toppuðum Esjuna og skutum upp flugelda. Magnað.
Þó mér leiðist seint að fjalla um sjálfa mig þá læt ég hér staðar numið.
Í bili.

9 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

innilegar hamingjuóskir með afmælið!! knús

janúar 26, 2007  
Anonymous Nafnlaus said...

Gaman að fá þig aftur í blogg!

janúar 27, 2007  
Blogger huldan said...

Takk og takk :)

janúar 27, 2007  
Anonymous Nafnlaus said...

Aftur til hamingju með afmælið...

janúar 27, 2007  
Anonymous Nafnlaus said...

Til hammara með ammara.

janúar 27, 2007  
Blogger huldan said...

Já takk og aftur takk :) (kurteis þrítug kona)

janúar 27, 2007  
Blogger Begga said...

Til hamingju með að vera orðin þrjátíu... þrjá... tíu... þrítug... 30. Flott tala hvernig sem það er skrifað ;) Flott afmælisbarn líka ! Gleðst líka yfir endurkomunni á bloggið :) Óþæginlegt þegar bloggarar "hverfa" manni svona lengi.

janúar 29, 2007  
Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju fallega kona!
Þrjátíu er bara lítið sko...
Allavega þegar mar er að slaga í 34 ára hérna hinumegin við skjáinn ;)
Flott að þú varst fyrsta konana á Esjutopp á nýju ári!
Vá.... einhverntíman langar mig það :D Kannski næst.. hver veit ;)
Þá verð ég nefnilega EKKI ólétt :D hahahahaa... Það væri reyndar gaman.. að vera 1. konan og að vera að fara í 1. skipti líka...
jú.. voða leim.. ég hef nefnilega aldrei farið á Esjuna... bara horft upp eftir Esjurótum..... ;)
Enn og aftur til hamingju með afmælið þitt sæta!

janúar 30, 2007  
Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með daginn Bulda!

knús og klemmur,

Eydís.

janúar 31, 2007  

Skrifa ummæli

<< Home