laugardagur, janúar 27, 2007

Laugardagur

Þessi laugardagsmorgun hófst kl. 0700 á Esjugöngu. Ansi skemmtilegri. Tveir meðlimir gönguklúbbsins sáu sér fært að mæta, ég og Elli, a.k.a. nýliðarnir. Glerhálkan og kolniðamyrkrið gerði ferðina ævintýralega, plús það að annar ferðalanganna er náttblindur. Höfuðljósið sem lýsti ekki nema um meter frá okkur var því ágætt til síns brúks, um tíma. Við snarvilltumst þegar ofar dró. Sáum ekki glóru. Gengum ofar og ofar og svo í vestur, í leit að stíg og steininum. Duttum bæði nokkrum sinnum á glerhálum steinunum, með tilheyrandi "obbosí" hljóðum (enda er ég talsvert marin eftir ævintýrið, frá rassi og niður á ökkla). Eftir dágott labb og fundum hvorki tangur né tetur af stígum né steini, ákváðum við að halda niður á leið. Töldum okkur nokkuð á réttu róli. Er neðar dró sáum við ljós í fjarska, "bílastæðin" sögðum við bæði upphátt. Löngu síðar kom í ljós að þetta var Kjalarnes. Að vera way of track fékk nýja merkingu. Way way of track. Við tók þá ganga rétt ofan við þjóðveginn frá Kjalarnesi að bílastæðunum. Ansi drjúgur spotti það.
Lærdómur ferðarinnar: 1) Hætta að gera grín að fólki með GPS tæki. 2) Ekki skilja báða síma eftir í bíl í slæmum skilyrðum. 3) Taka fólk alvarlega sem segir "ekki bómullarnærklæðnað á fjöll".

Eftir hvíld og dott fór svo hluti af Einhleypingafélaginu út að borða. Gaman gaman.


22 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

... þið eruð mikið ævintýrafólk - þú og Elli.

Sorry að ég komst ekki með, var á vakt, en hefði alveg verið til í að mæta því labbið virðist hafa verið upplifun útaf fyrir sig.

Mæti galvaskur næst ...

kv. Gísli Hjálmar

janúar 29, 2007  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ gamla
Geturðu ekki sent mér lykilinn að þessu flandri, og nokkur fjöll og klaka í leiðinni, það væri meiriháttar.
En DUGLEG STELPA.
Kan du ikke sende mig opskrifter kære søde søster ?
Knus og kys, den ælste

janúar 30, 2007  
Blogger huldan said...

Takk fyrir kveðjuna Gísli. Þú mætir næst, ekki spurning :)


Jaja det kan jeg godt göre min ælste men smukke slanke söster.. men sa ma du bruke dem..

Annars vorum við að kveðja son þinn, en hann rauk í burtu fyrir HM, fannst meira spennandi að glápa með vinum en gamla settinu ;)

janúar 30, 2007  
Anonymous Nafnlaus said...

Það var MIKIL spenna hér med Ísl-Dan í kassanum. Ofboðslega svekkjandi að vil töpuðum, en þetta var meiriháttar góður leikur, gaman þegar það er spenna allan tímann.
Hvaða flotta pía er þetta á myndunum???? Er þetta virkilega þessi þrítuga, þú líkist vinkonum Ólafíu þessum sem eru varla komnar með bílpróf. Knús

febrúar 01, 2007  
Anonymous Nafnlaus said...

Það var MIKIL spenna hér med Ísl-Dan í kassanum. Ofboðslega svekkjandi að vil töpuðum, en þetta var meiriháttar góður leikur, gaman þegar það er spenna allan tímann.
Hvaða flotta pía er þetta á myndunum???? Er þetta virkilega þessi þrítuga, þú líkist vinkonum Ólafíu þessum sem eru varla komnar með bílpróf. Knús

febrúar 01, 2007  
Blogger huldan said...

Já þið hefðuð átt að vera hérna, við mægður gátum ekki horft, mamman og mið og yngsta systir þá. Sölvi varð hálf hræddur í hamaganginum "hættiði að öskra svona, þið vekjið öll litlu börnin í næstu húsum" hehe..

Þetta eru unglegu genin Helga mín. En takk fyrir "du er ikke sa gammel" peppið samt elsku systir ;)

febrúar 01, 2007  
Anonymous Nafnlaus said...

Vika á milli blogga er engin frammistaða kona! Ég þarf að kenna þér hvernig það er að vera komin á fertugsaldurinn ;)

febrúar 03, 2007  
Anonymous Nafnlaus said...

Vika á milli blogga er engin frammistaða kona! Ég þarf að kenna þér hvernig það er að vera komin á fertugsaldurinn ;)

febrúar 03, 2007  
Anonymous Nafnlaus said...

I will recommend you to all my friends!
online drug store
drug store pharmacy online
discount drug store online
canadian online drug store
cheap online drug store
prescription drug store online
canada online drug store
drug foreign online store
online drug store ultram
drug medication online prescription store
drugstore online
online drugstore
online drugstores
mexico online drugstores
1 drugstore online
canadian online drugstores
online drugstores spain
foreign drugstores online
With best regards...
viagra

febrúar 03, 2007  
Blogger Kort said...

Verdur naesta faersla i vor eda hvad? Tolir Acer tolvan kannski ekki alagid, eda eru tad bara lidirnir tinir sem ekki hondla alagid.

febrúar 07, 2007  
Blogger huldan said...

Mér þykir vænt um þig *knús*

febrúar 07, 2007  
Anonymous Nafnlaus said...

Hulda, you are absolutely stunning:-) Take good care of yourself my Icelandic friend.
Much love, from a real Yorkshireman.xx

febrúar 08, 2007  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ Hulda mín
Þú ert ásæðan fyrir því að björgunarsveitir hér á landi hafa fullt að gera ;)
Kveðja Silla Gísla xoxoxo

febrúar 15, 2007  
Anonymous Nafnlaus said...

þú ert glataður bloggari eldgömul færsla usssumsusss...... elskan þig samt, sakna þess bara að sjá eitthvað nýtt á blogginu þínu , ofurknús yfir og út gjess hú""

febrúar 15, 2007  
Anonymous Nafnlaus said...

Búinn að lesa allt tvisvar (tók ekki langan tíma), hvernig væri að skrifa eitthvað nýtt? Þarft ekki að tala um áhuga þinn á prumpi :P

febrúar 17, 2007  
Blogger huldan said...

Ehhhehhhehhhehhhh... Hey Halli, hvar er Laddi? ;)

febrúar 17, 2007  
Anonymous Nafnlaus said...

jæja... þá er kominn sunnudagur og ég bíð spennt eftir að þú sandir við loforðið og bloggir..

kv. stína

febrúar 18, 2007  
Anonymous Nafnlaus said...

Hey, ég skal klappa fyrir stelpunni sem bloggar allavega vikulega ;)

mars 03, 2007  
Anonymous Nafnlaus said...

Þú ert jafn sökkuð í þessu og ég Hulda.... mánuður rúml. frá seinustu færslu!

mars 09, 2007  
Anonymous Nafnlaus said...

Ertu hætt að blogga? Ef svo er finnst mér að þú eigir að tilkynna það formlega á blogginu svo að ég geti hætt að kíkja hingað nokkru sinnum á dag í von um nýtt blogg frá þér ;)
Eða, hey! Ertu kannski með leyniblogg einhversstaðar annarsstaðar, hmmm... ;)

Jenný

maí 26, 2007  
Anonymous Nafnlaus said...

Greetings, I think your website may be having
browser compatibility problems. Whenever I take a look at your website in Safari, it looks fine however, if opening in IE, it's got some overlapping issues. I merely wanted to provide you with a quick heads up! Besides that, wonderful site!

Here is my web blog - geneva motor show

mars 27, 2013  
Anonymous Nafnlaus said...

I loved as much as you'll receive carried out right here. The sketch is attractive, your authored material stylish. nonetheless, you command get bought an impatience over that you wish be delivering the following. unwell unquestionably come more formerly again as exactly the same nearly a lot often inside case you shield this hike.

my webpage ... stability ball ()

júní 18, 2013  

Skrifa ummæli

<< Home